Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Side 79
Önnur tilraunin var sú, að rannsóknarskipin hafa
veitt unga karkola, merkt þá á ugga og slept
þeim svo aftur lifandi í sjóinn, og hefir þá komið
fyrir að 85 af hundraði hverju þessara merktu kar-
kola hafa veiðst í botnvörpu á ýmsum aldri.
Hér við ísland er ekki hætt við svo miklu drápi.
Viðast er haflð svo djúpt, og sumstaðar hraunbotn,
svo ekki er hægt að veiða með botnvörpum nema á
tiltölulega litlum blettum, og svo lítur út fyrir að
mest af aflanum sé ferðafiskur, sem kemur upp að
landi til að hrygna, eða elta síld og annað æti sér
til fæðu og fari svo til hafs aftur. I öðru lagi er út-
lendi fiskiflotinn, pótt mikill sé hér við land, miklu
minni en í Norðursjónum. Tr. G.
Veiting ríkisþings Norðmanna til fiskiveiðanna.
Af því sjávarútvegurinn er annar aðalbjargræðis-
Vegur íslendifiga, eins og Norðmanna, þá virðistmér
að það gæti verið fróðlegt, að sýna hér hversu mik-
ið Norðmenn leggja árlega til af ríkissjóði, til fram-
fara og viðhalds sínum fiskiveiðum, svo menn geti
borið það saman við þá upphæð, sem Alþingi veitir
til íslenzku fiskiveiðanna. Sá samanburður gæti orð-
ið til þess, að Alþingi vildi framvegis hlynna meira
að sjávarútveg landsins, en hingað til hefir verið gert.
Hér er þá skráð fjárveiting norska ríkisþingsins
fyrir árín 1909—1910.
1. Fiskiveiðar í fersku vatni:
Laun umsjónarmanns og 3 hjálþarmanna 10750 kr.
Til ferðakostnaðar þeirra m. m. . . . 8000 —
— 'umsjónar með laxveiðum .... 31500 —
— öðrum ferskvatns-fiskveiðum 2000 —
— að klekja út hrognum ýmsra fersk-
vatns-fiska.......................... 10000 —
— innkaupa laxaseyða..................... 1500 —
rannsókna um líf ferskvatnsfiska . . 6750 —
Styrkur til laxatröppu í Maalsfossi . . 4500 —
Flyt kr. 75000 kr.
(65)