Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 85
Æfisaga berklagerils.
Berklagerillinn hét Hrappur.
Asamt fjölda félaga sinna haföi hann lent á gólf-
dúk einum, er lá fyrir framan rúmið hjá brjóstveik-
um manni. Stúlkan, sem hreinsaði herbergið um
morguninn, tók gólfdúkinn og hristi hann út um
gluggann. Bað hefði hún ekki átt að gera.
»Nú förum við að ferðast«, sagði Hrappur, um
leið og hann sveif gegnum loftið með félögum sín-
um, og niður i garðinn þar sem börnin hlupu og
léku sér.
»I*að er gott að breyta dálítið til, við og við«,
hugsaði hann, um leið og hann fylgdi loítstraumnum
niður i lungun á frískum og hraustum dreng 10—11
úra gömlum, »nú verð eg að reyna að koma mér
svo þægilega fyrir, sem hægt er«. Svo bjó hann um
sig í efsta lungnablaðinu, og vildi taka sér þar hvíld
eftir ferðalagið.
En drengurinn var mjög heilsugóður, og lungun
voru í hezta lagi. Meðan hann hljóp, streymdi hreina
loftið gegnum lungun, og þegar hann andaði frá sér,
eftir áreynsluna, gekk það erfitt fyrir veslings Hrappi
að halda sér fast. En þó varð það verra, þegar dreng-
urinn eftir leikinn gekk niður að vatninu og baðaði
sig. Fyrir kalda vatniö fór drengurinn að draga
andann svo djúpt, að veslings Hrappur varð að flýja
út í loftið.
Hann kom ekki til sjálfs síns, fyr en hann þyrl-
aðist með rj7kinu niður á götuna.
»Kondu sæll, hér er gott að vera«, kallaði hann
til gerils eins, er í sama bili þaut fram hjá.
»Já«, svaraði hann, »þessi óhreina óþrifa gata er
ágæt fyrir starfsemi vora«.
Lítill vindblær sleit samtali þeirra, og fór Hrapp-
ur inn um opinn glugga á svefnherbergi.
»Þetta kalla eg heppni«, sagði hann, og lagði sig
(71)