Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Side 89
Barnslegt traust.
Ríkur maður í Lundúnum gekk snemma dags í
kuldaveðri um hávetur frá heimili sínu til skrifstofu
smnar, sem var spölkorn þar frá. Pegar hann kom
að útidyrunum sat fátæklega klæddur drengur á
tröppunni, sem leit út fyrir að vera bæði svangur
°g kaldur.
»Þvi siturðu þarna, drengur minn?« sagði mað-
urinn, en drengur svaraði: »Eg er að bíða eftir því,
að Guð taki mig að sér. Mamma mín sagði mér, að
hann mundi gera það, og hún skrökvaði aldrei
að mér«.
»Farðu heldur heim til þín, því það er óholt
fyrir þig að sitja hér«, sagði auðmaðurinn, en dreng-
urinn sagði: »Heimtilmín! — eg á hvergi heima. Guð
hefir tekið bæði föður minn og móður mína frá mér,
en áður en hún móðir mín dó, sagði hún mér, að
ef eg væri góður drerigur og gerði ekkert sem ljótt
v®ri, þá mundi Guð senda mér einhvern, sem sæi
um mig, og eg veit að þetta er satt, þvi móðir mín
skrökvaði aldrei«.
Maðurinn viknaði við að heyra, hve drengurinn
var barnslega trúaður, tók í liönd hans og sagði:
»Komdu með mér, drengur minn, Guð heflr sent mig
«1 að hjálpa þér«.
»0! eg vissi þetta alt af«, sagði drengurinn fagn-
andi, »en mér var orðið svo kalt, og mér fanst að
Guð draga það nokkuð lengi að senda yður«.
Svo leiddi auðmaðurinn drenginn á barnahæli,
kom honum þar fyrir og kostaði hann að öllu leyti,
t>ar til hann var orðinn atorkusamur fulltíða maður.
Tíminn er peningar.
Eitt sinn kom skrifari Washingtons forseta Banda-
rikjanna of seint á skrifstofuna, og afsakaði sig með
(75)