Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Síða 90
þvi, að úrið sitt hefði stansað, en forsetinn svaraði
því svo: »Já-já. Pá verðið þér að útvega yður annað
úr, eða eg að fá mér annan skrifara«.*
Til þess era víti að varast þau.
Jón var ungnr maður, og nýkominn á land úr
langri sjóferð. Hann hlakkaði til að sjá foreldra
sína og heilsa þeim, en á leiðinni heim gekk hann
fram hjá brennivínskjallara og sá þar vínflösku í glugg-
anum. Kemur honum þá í hug, að hann skuli fá
sér eitt staup til hressingar, áður en hann kæmi
heim til sín, en því fleiri staup, sem hann drakk, því
meira óx löngunin, og endirinn varð sá, að honum
var kastað út þegar peningarnir þrutu. Af þessu
reiddist hann, og lenti svo í barsmíði og áflogum á
götunni.
Móðir hans og systkini sátu heima. Pau höfðu
frétt, að Jón væri kominn til bæjarins og hlökkuðu
til að fá að heilsa honum; en loks fór móður hans
að leiðast biðin, svo hún gekk áleiðis til skipsins til
þess að leita að honum. En þá hitti hún svo hörmu-
lega á, að lögregluþjónar voru að taka Jón fastan, til
þess að flytja hann, barinn og blóðugan, í fangelsi.
Pessi sjón var ofraun fyrir móðurhjartað. Hún
hafði svo marga daga áður hlakkáð til þess að sjá
son sinn, hraustan og glaðan, heim kominn. En
þá fór svo, að hún mætti honum svo sorglega út-
leiknum.
Á leiðinni heim mætti hún líkfylgd. Par var
ungur maður fluttur til grafar, og grátandi móðir
fylgdi honum. Pá sagði móðir Jóns: »Ekki á þessi
kona eins bágt og ég. Nú er sonur hennar kominn
til friðarins heimkynna, en sonur minn gengur á vegi
glötunarinnar«. ________________
*) Peir sem koma of seint á samkomur og alstaðar, ættu að
leggja þetta á minnið.
(76)