Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 93
Ólöfu sína, að hann ætli aö bjóða nokkrum kunn-
ingjum á 26. giftingardegi peirra og halda silfurbrúð-
kaup peirra. Ólöf verður glöð við petta, og heldur,
að nú sé maður sinn í góðu skapi og segir: »Vertu
ekki að eyða neinu í veitingar, gæzkan mín, en gefðu
. mér heldur eldavélina, sem eg hefi verið að biðja þig
um, og ofn í herbergið okkar, eg er nú orðin svo
slitin og kulsæl, að eg þoli svo illa vetrarkuldann.
Jóhann tók þessu dræmt, vildi heldur fá sér glaðan
dag með 5—6 kunningjum, og sagðist skyldi kaupa
þetta, þegar hann væri búinn að borga til fulls jarð-
arpartinn.
Nokkrum dögum síðar lagðist Ólöf í brjóstveiki
og lá þungt. Jóhann varð mjög hryggur út af veik-
inni, því hjónunum hafði alt af komið vel saman.
Ólöf leitaðist jafnan við að vera bónda sínum að
skapi í öllu.
Nú kendi hann sér um veikindi Ólafar, hann
hefði ekki látið að óskum hennar að kaupa eldavél
! og ofn, svo nú væri hún orðin brjóstveik af kulda.
Hann sendi vinnumann sinn í kaupstaðinn til að
kaupa ofn, svo hlýtt yrði í herberginu þar sem Ólöf
lá, en ofninn kom of seint, því hann kom heim að
Hóli sama daginn sem Ólöf andaðist.
Og of seint byrjaði Jóhann á túnasléttunni og
öðrum jarðabótum, því hann dó barnlaus stuttum
tíma eftir lát konu sinnar, og áður en hann var bú-
inn að greiða að fullu verðið fyrir jarðarpartinn, sem
systir hans átti.
Jörðin skiftist milli útarfa.
Tr. G.