Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Qupperneq 95
sama markið hefir annað nafn á Suðurlandi en á Norð-
urlandi. A Vesturlandi er t. d. andfjaðrað nefnt boð-
fjaðrað, hamarskorið: stúfhamrað, heilhamrað:
hamrað. Á Norðurlandi er sýlhamrað nefnt sýlt í
hamar, vaglskorið nefnt stig í Skagafirði o. s. frv.
Ekki komust öll mörk á eyrnamarka-myndina,
t. d. gagnQaðrað eða standfjöður á báðum hliðum
eyrans. Afeyrt er stýft í hlust, en það er svo Ijótt
fúlmensku-mark, að enginn maður ætti að nota pað.
Mörk sem vér köllum aftan og framan kalla
Færeyingar oftast frá horni, eða frá hálsi, t. d. bragð frá
horni og fjöður frá hálsi. Ekkert eyrnamark hafa þeir,
sem vér höfum ekki, en miklu færri. Peir hafa ekki
andfjaðrað, boðbíld, bragð, geirstýft, geirstúfrifað, geir-
sýlt, hálft af, heilhamrað, hvatrifað, hóf, lögg, odd-
fjaðrað, stig, sneíðrifað, stýfðan helming, sýlt i hamar,
tvirifað í heilt og tvírifað í stúf, tvífjaðrað, tvístigað,
vaglskorið og prístýft, — yfir höfuð fátt af vorum
verstu særingarmörkum.
Sum mörkin eru eins, og með sömu nöfnum á
báðum stöðunum, Islandi og Færeyjum*. T. d. fjöð-
ur er »f j ö ð u r«, sneitt — »s n e i 11«, sýlt — »s ý 11«,
stýft — »stýft«, en hér skulu nefnd nokkur mörk,
sem hafa ólík nöfn, eða orðuð ólíkt, pótt sama sé
meiningin:
Biti — B r a g ð . Blaðstýft — Hálft frá hálsi
eða horni. Gagnfjaðrað — Tvífjaðrað. Gagn-
bitað — Tvíbragðað eða mitt um heilt. Gat
— Hol. Hamarskorið—Hamarsmerki. Hang-
fjöður — Loðinskjöldur. Heilrífað — R i v a ð
heilt. Hvatt — Kvött. Miðhlutað í stúf—Mitt
úrstúvi. Stúfrifað — Rivað stúv. Tvístýft —
Framaí eða aftanaf stúvi.
Tr. G.
') Færeysku nöfnin eru með brevttu letri.
(81)