Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Síða 98
Samtí nin gur.
Peary og Cook.
Til norðurheimskautsins þóttust tveir
menn hafa komist 1909, Cook og Peary. Trúðu
menn báðum fyrst, og sýndu þeim mikið dálæti, en
svo kom íram sú ásökun, að þetta væri ósatt, hvor-
ugur þeirra mundi hafa náð heimskautinu. Cook
lagði fram skjöl sín fyrir prófessora háskólans í
Kaupmannahöfn, sem nokkru síðar gáfu þann úr-
skurð, að eftir skjölum hans væri ekki hægt að sjá
að hann hefði nokkru sinni verið nálægt heimskaut-
inu, og öll hans frásögn mundi vera skrum og ósann-
indi. Síðan heíir hann oftast farið huldu höfði.
Peary lagði sín skjöl og sannanir fyrir stjórn
Bandaríkjanna, og hafa fræðimenn hennar nýlega
kveðið upp þann dóm, að Peary hafi ekki heldur
náð heimskautinu fullkomlega; til þess hafi hann
vantað 2*/2—4 milur danskar. En hann er ekki álit-
inn skrumari og falsari. Svo er álitið, að hann hafi
sjálfur haldið þetta satt vera, en mæling hans á vega-
lengd og himinhnöttum hafi eigi verið fullkomlega
rétt. Er hann þvi af öllum talinn heiðarlegur maður,
og sá af jarðarbúum, sem allra næst hafi komist
norðurheimskautinu. Hann er því af öllum í heiðri
hafður og þing Bandarikjanna hefir gert hann að
»heiðurs-aðmíral«, enda á hann það skilið, því eng-
inn núlifandi manna hefir meira lagt á sig en hann,
til þess að ná heimskautinu og gefa upplýsingar um
norðurströnd Grænlands m. m. Hana þekti enginn
maður á undan honum.
Mynd af honum og konu hans er í almanaki
Pjóðvinafélagsins 1894. Pá var hann nýlega kominn
heim úr hinni nafnfrægu Grænlandsför sinni.
(84)