Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 99
Andrew Carnegie,
auðmaðurinn mikli í Ameriku, er fæddur 1837 i smá-
bæ á Skotlandi. Faðir hans var fátækur vefari. 11
ára að aldri fluttist hann með foreldrum sinum til
Bandaríkjanna og réðist par fyrst sem sendisveinn
við ritsímafélag. Tvítugur fékk hann atvinnu við
járnbrautarfélag, og þrítugur stofnaði hann stálverzl-
unarfélag í Pittsburg.
Hann græddi ógrynni ijár á stálverzlun og járn-
brautabyggingum, en hætti öllum atvinnurekstri um
aldamótin, og seldi þá stálverksmiðjur sinar fyrir
500 miljónir dollara.*
Hann heíir álitið það skyldu sína um æfina að
græða fé, en sínkur maður er hann ekki. Hann er
allra manna stórgjöfulastur til þeirra fyrirtækja, sem
hann vill styðja. Til alþýðu-bókasafna í Bandarikj-
unum hefir hann gefið 52 miljónir dollara. Fátækra-
sjóðnum í fæðingarbæ sínum á Skotlandi hefir hann
geflð 5 miljónir dollara. Carnegie-stofnunum í Pitts-
burg og Washington gaf hann 28 miljónir dollara;
til eflingar alheimsfriðnum 10 miljónir. Skozkum
háskólum 10 miljónir. Friðarhöllinni í Haag 2 mil-
jónir, elli- og styrkfarsjóði verkamanna sinna 15
miljónir. Nýlega hefir hann gefið Danmörku 1 miljón
til stofnunar sjóðs handa þeim, sem bjarga mönnum
úr lífsháska og varna slysum. Auk þess hefir hann
gefið stórfé til ýmsra velferðar-fyrirtækja sem oflangt
yrði upp að telja. Alls hefir hann gefið 180 miljónir
dollara, eða 857 miljónir króna.
Hann munaði ekki mikið um að gefa 1 miljón
dollara til eflingar landbúnaði og sjávarútveg hér á
landi. En þvi miður er enginn hér, sem kann taum-
haldið á gamla manninum.
*) Hver dollar er 3 kr. 65 aur.
(85)