Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Síða 100
Landhelgin.
A norðurströnd Rússlands, sem liggur við Norð-
uríshaflð, lifa menn við mikla fátækt og hörð lífs-
skilyrði. Aðal lífsbjörg þeirra er selveiði og flski-
veiðar. Á seinni árum er farinn aö sækja þangað
fjöldi Norðmanna á skipum til seladráps, og Englend-
ingar til fiskiveiða á botnvörpuskipum. Árið 1908
íiskuðu Englendingar í Norðurishaflnu 70000 »tons«
af þorski, ísu og heilagfiski.
Landsbúar telja, að þetta skemmi stórum fyrir
fiskiveiðum sinum, og hafa kvartað yfir þessum að-
förum til stjórnarinnar, en hún lagði aftur fyrir þing
Rússa frumvarp um það, að flytja landhelgina út frá
landi 12 enskar sjómílur i stað 3, sem nú er alþjóða
viðtekt í Evrópu.
Þegar umræðurnar um málið byrjuðu á þinginu
fóru sendiherrar Englendinga og Norðmanna af
fremsta megni, að vinna á móti þvi, að þessi ákvæöi
yrðu að lögum, og sögðu Rússum, að efþeir ákvæðu
þetta með lögum þá mundu Norðurálfuþjóðirnar
borga þeim i sömu mynt, og leyfa eigi nokkrum
rússneskum þegni, að veiða nær sínu landi en 12
sjómílur. Er því talið líklegt, að Rússar sjái sitt
óvænna svo lögin tái ekki framgang.
Fyrir fáum árum reyndu Spánverjar einnig að
færa út landhelgisréttinn hjá sér, en þeir urðu að
hætta við það vegna mótstöðu annara Norðurálfurikja.
Þessa er hér getið til þess að sýna fram á, að
lítil von er til þess, að vér íslendingar getum fengið
þær þjóðir, sem veiða mest hér við land, til þess að
samþykkja að landhelgisrétturinn hjá oss, fáum og
smáum, sé færður út, fyrst hið fjölmenna og stóra
Rússland getur eigi fengið vilja sínum framgengt um
sama efni.
(86)