Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Síða 102
Norðmanna gefið af sér þetta ár 11,208,300 kr. fyrir
utan það, sem fékst fyrir hvalskíði og hvalkjöt með
beinum.
Petta sýnir framúrskarandi dugnað Norðmanna
á sjónum. Það eru fá ár siðan þeim var bönnuö
hvalaveiði við föðurland sitt, en þeir urðu ekki ráða-
lausir og hættu ekki, heldur sendu þeir hvalveiða-
flota sinn í aðra heimsálfu og taka þar margfaldan
ágóða.
Talið er að fyrir spik og skíði af steypireiði
(Blaahval) fáist 5000 kr. og af búrhveli (Kaskelotten)
15—17000 kr. __________
Sement.
Af gömlum byggingum sést, að sement hefir verið
notað á fyrri öldum, en almenn notkun þess byrjaði
ekki fyr en 1850, þegar leirkerasmiðurinn Jósep Apsdin
frá Leeds á Englandi fann upp nýja aðferð, að búa
til sement. Frá þeim tíma hefir notkun sementsins
fleygt svo fram að ótrúlegt er. T. d. hefir notkunin
í Bandaríkjunum aukist síðustu 30 árin þannig:
Árið 1880 var eytt 42,000 tn. sem kostaði hver 11 kr.
_ 1890 — — 335,500 — 71/*—
— 1900 — — 8,483,000 — —-----------— 4 —
— 1910 — — 74,000,000 — 3 —
í Bandaríkjunum eru 103 sementsverksmiðjur, í
Jf*ýzkalandi 93, sem búa árlega til 30 milj. tunnur af
sementi. Öll önnur riki í Evrópu hafa einnig margar
sements-verksmiðjur.
Á næstliðnum 10 árum, hafa menn byggt úr sem-
enti himinhá hús, margar bogabrýr yfir stórfljót,
hafnarveggi og enda stóra uppskipunarbáta. í bygg-
ingu Panamaskurðarins fóru næstliðið ár (1910) 2
millj. tunnur af sementi, og er álit margra, að torvelt
hefði orðið að byggja skurðinn, og miklu dýrara,
hefði ekki verið hægt að nota sementið til þess.
(88)