Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 107
breiður og 26 feta djúpur. Allur sá ljöldi skipa, sem
fer um hann árlega kemst hjá því, að fara hina löngu
leið suður fyrir Afriku.
* *
*
Sœsíminti á hafsbotni er talið að kostað hafi með
niðurlagning 1000 mill. kr. Mikið er lagt í sölurnar,
á sjó og landi, til þess að fá fljótlega fréttir.
★ *
í pund af korki er nægilegt til að halda á floti
meðalstórum manni.
Fjöldi dýrategunda er talinn að vera því nær
300,000. Þar af eru skordýrategundir 220,000, spen-
dýrategundir 2300, fuglategundir 11000, skriðdýra^
tegundir 3400, fiskategundir 11000 og Iindýrateg. 33000.
*■
Danskur búskapur. Eftir fjárhagsskýrslum Dan-
merkur hefir verið útflutt þaðan árið 1910: smjör
176 mill. pd., ílesk 192 mill. pd., egg 400 mill., lifandi
nautpeningur 14 þús. og 26 þús. hestar.
Uppskeran var metin 550 mill. kr. Par af korn-
tegundir 273 mill. kr., rótarávextir 165 mill. kr., hey-
afli 85 mill. kr. og hálmtegundir 27 mill. kr.
Korntegundirnar skiftust þannig: bygg 5,e mill.
tunnur, hafrar 10,3 mill., rúgur 5,o mill., hveiti 1,2
mill., og kornblendingur 4,3 mill. tunnur.
Allar árstekjur voru, árið 1907, 88 mill. kr. Par
af voru helztu tekjugreinarnar: Ársvextir af ríkis-
eignum 7,e mill. kr., beinir skattar 13,s mill. kr., tollar
og óbeinir skattar 59,c mill. kr., af »Lotterium« 1,5
mill. kr. — Rikisskuldir voru þá 240 mill. kr., þar af
irá útlöndum 171 mill. Ársvextir af þessari upphæð
7,850,000 kr. Landherinn og flotinn kostar árlega því
nær 20 mill. kr.
(93)