Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 108
Talsími.
Notkun talsímans fleygir nú árlega svo íram, aö
í bæjum og stórborgum erlendis pykjast menn alls
ekki geta án hans verið í viðskiftalíflnu. Af eftir-
fylgjandi tölum má t. d. sjá notkun talsímans i Banda-
rikjunum. Þar eru nálægt 6 miljónir talsima-áhalda
notuð, sem svarar til 1 fyrir hverja 16 menn. Dag-
leg samtöl 22 mill., og 120 pús. menn eru á aðalstöðv-
unura, til pess að beina samtölunum til viðtakenda.
En auk pessara aðalstöðva liafa talsímafélögin
sett upp, á götum borganna, með nokkur hundruð
metra millibili, samtalsstöðvar, sem útheimta enga
fasta gæzlumenn. En félögin lána fyrir 2 kr. mán-
aðarleigu, ofurlítið og fíngert talskeyta-áhald, sem
hafa má í vasa sinum, svo að ef mönnum dettur
eitthvað í hug, sem peir purfa að spyrja um, pegar
peir eru á gangi eftir götunum, geta peir stungið
áhaldinu í holu á samtalsstöðinni og fengið pá sam-
band við hvern pann, sem peir óska, innan- eða
utanbæjarmann. A Englandi er nýlega farið að leggja
svo nefnda járnbrautatalsima, og er pað pannig, að
talsímapráður liggur fram með járnbrautateinunum,
en móttöku-áhald er svo aftur í vögnunum. Geta
menn pannig á liraðri járnbrautarferð, talað við
heimilisfólk sitt, og skipað fyrir um verzlun sína.
Og nú eru loftskeytin orðin svo fullkomin, að
menn geta úti á reginhafi milli heimsálfa, fengið fréttir
og skipað fyrir um verzlanir sinar í mörg hundruð
milna fjarlægð.
Framfarir í heiminum eru bæði miklar og hrað-
fara á síðustu áratugum.
Sporvagnar.
Fyrir nokkrum árum voru sporvagnar og aðrir
mannflutningavagnar erlendis dregnir af hestum, en
nú er pað, víðast hvar, aðleggjast niður, ografmagn
(94)