Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Síða 109
kemur í staðinn til þess að þeyta vögnunum áfram,
með miklu meiri hraða en hestar gátu orkað.
Árið 1904 voru til í London 2 svonetndir »Auto-
mobilft-vagnar (sjálfhreyíivagnar, sem ganga með raf-
magni og ekki á járnteinum) og 11900 mannflutninga-
vagnar, sem hestar gengu fyrir. En 1910 var »Auto-
mobil«-vögnum fjölgað svo, að tala þeirra var þá
6336, en eftir aðeins 4700 liestvagnar.
Árskaup verkafólks í Danmörku hefir
mjög liækkað síðustu 40 árin ekki síður en hér á
landi. Að meðaltali var árskaupið:
Árið 1872 var 126 kr. vinnumaður, 69 kr. vinnukona.
1892 — 199 — — 126 — —
1905 — 281 - — 180 —
1910 — 396 — — 225 — —
Sláturhúsin í Danmörku árið 1910 slátruðu
1,396,650 svínum, 14320 nautgripum og 20,888 kálfum.
Meðalþyngd svína 155 pd., og meðalverð 75 kr.
Verð allra svína sem slátrað var þ. á. var 104,748,980 kr.
í Laxárdal i Þistilfirði var næstliðið haust
slátraö hrút, sem lcjötið var af 106 pd. og mör 30 pd. Á
Langanesströndum var sauð slátrað með 93 pd. kjöts,
20 pd. mörs og veturgl. sauð með 64 pd. kjöts.
Frá Noregi voru fiuttar í fyrra vetur til Bretlands
369,322 smálestir at is, fyrir 3,329,000 kr. Pað er
minna, sem íslendingar græða á kuldanum en Norö-
menn. Hér er talað um atvinnulejrsi á veturna. Væri
ekki reynandi að taka upp ís og flytja hann til Eng-
lands, og koma svo aftur með kol og salt í skipunum
til baka?
(95)