Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Side 117
uð löngu bili á milli, eða hér og þar innan um víði
og fjalldrapa.
Telst pá svo til að í þessum 3 sýslum sé:
1. fl. 2. fl. 3. fl. Samtals
Norður-Múlasýsla, jarðir ... 5 2 12 19
Suður-Múlasýsla, jarðir .... 14 13 22 49
Skaftafellssýsla, jarðir....... 2 7 6 15
21 22 40 83
Alls eru þá skógarleifar eftir í þessum 3 sýslum
á 83 jörðum, og væri þess óskandi, að ábúendur,
jarðeigendur og landssjóður legðust á eitt til að varð-
veita þær skógarleifar, sem enn eru eftir og reyna til
að bæta þær. Mun það reynast bæði ódýrara og
happasælla, heldur en að planta útlendar trjátegundir.
Ennfremur væri það æskilegt, að skógfræðingar
þeir, er landið kostar, vildu reyna að semja skýrslu,
líka þessari, fyrir þær sýslur, sem þeim hefir verið
falið að hafa eftirlit með.
Pó ekki sé nema ágizkun um flokkaskipunina, þá
er skemtilegt fyrir alla þá, sem hafa ánægju af því,
að bjargað sé sem mestu af skógarleifunum að sjá
hvað víða þær eru. Tr. G.
Hvað þurfa börnin að læra?
Að hafa þá föstu reglu, að segja satt en skrökva
aldrei.
Að heiðra foreldra sína, og vera þeim hlýðin.
Að vera glöð í lund.
Að velja sér góða félaga.
Að vera góð við systkyni sín, einkum þau, sem
eru minni máttar.
Ad vera kurteis og vingjarnleg við alla.
Að vera iðin að læra, fús til iðju og kappsöm
við vinnu.
Foreldrarnir eiga að láta sól kærleikans verma
börnin. Tunglið lýsir en það vermir ekki. —
--------------------------------- Tr. G.
(103)