Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Síða 119
Gr ó ð ay e gur inn
Hugsaðu um það hægt og stilt
sem hér er tjáð í bögum,
ef margfalda auð þinn vilt
eftir réttum lögum.
Ef að leiðist ekki þér
eftir því að bíða,
krónan frjósöm ærið er
árin þegar liða.
Á þér held eg hækki brún
hreinn þá græðist seimur,
að átján liðnum árum hún
orðin mun að tveimur.1)
Nú fer að ganga nokkuð skár
notin krónu fríu,
fimmtíu og niu eftir ár
áttu krónur tiu.
Erfingjarnir ef það fá,
og altaf vextir gjaldast,
hundrað og seytján árum á
eignin hundraðfaldasl.
hundrað sjötíu og sex þó ár
sjálfsagt líða mega.
Hálfa fjórðu eftir öld
og árum bætt við tveimur,
mun hún orðin miljónföld,
mikill cr það seimur.
Ef að þinni unnir þjóð
ást með hjarta grónu,
mikinn henni mynda sjóð
máttu aí einni krónu.
Ef að þitt nú æskir brjóst
örbyrgð þjóðar ljúka,
fyrirmæltu fast og ljóst,
féð til hvers má brúka.
Eftir tima einhvern þá
aðferðin mun þokkuð,
sjóðnum eyða ekki má
en lians vöxtum nokkuð.
Eftirdæmið ávalt skin
augum fyrir manna,
lofsæl minning lifi þin
leið á framfaranna.
Púsundfaldist krónan klár
kemur meiri leiga,
Jón bóndi Jónsson, Hróarsdal orkti.
Yísur meö ólíki*i merlíingu sömu orða.
Eitt sinn kom eg út og sá
einn mann sem að reiddi sá
mér var sagt að maður sá
mundi ætla að fara að sá.
Gekk hann oft um gljúfra skeið
glaður bar að munni skeið
hesti sinum lileypti á skeið
liart i vefstól lamdi skeið.
Á saumafati sá eg flá
á silungsnet mig vantar flá
húð af tryppi liöldar flá
sem lieiðar drap sig niður i flá.
Bóndinn sá sem býr á Egg
brýnir Ijá og hvessir egg
fór i háa fjallsins egg
og fann þar dávæn smirils egg.
Kristján sá eg klippa á
keypti sá frá Bægisá
hann að sá var akri á
ósköp sá af krónum á.
1) Vextir 4»/c
(105)
f]