Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Side 120
Smælki
Það er ekki minkun að beygja sig viljugur, en
það er minkun að láta aðra beygja sig nauðugan.
Vaninn heldur manni í hlekkjum, en þðrfin í
böndum.
Fyrirlitningarbros særir oft meira en hvössustu
orð eða eggjárn.
Vertu altaf brosandi, segðu aldrei það sem þú
meinar, þá munu flestir segja: »Hann er mjög kurt-
eis og elskuverður maður«. Svona hugsa heims-
börnin.
Pegar ofdrykkjumaðurinn siturí drykkjustofunni,
þá leggur hann þar inn:
1. Peninga sína, og tapar þeim.
2. Tíma sinn, og tapar honum.
3. Sjálfsstjórn sína, og tapar henni.
4. Heimilisánægjuna, og tapar henni.
5. Farsæld konu sinnar og barna, og tapar henni.
Ekki er þessi viðskiftastaður góður, þar sem alls
staðar er tap, en aldrei vinningur.
Drekktu minna, en andaðu að þér meiru af
hreinu lofti.
Borðaðu minna; tyggðu betur.
Klæddu þig minna, en baðaðu þig oftar.
Eyddu minna sjálfur, gefðu heldur öðrum meira.
Ergðu þig minna, en staríaðu meira.
Flestir menn eru belri en orðrómurinn segir, meðan
þeir lifa, en verri en eftirmælin segja, þegar þeir eru
dánir. Tr. G.