Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 121
Ullarverkun.
Jeg bjó 14 ár á sveitajörð og átti þá talsvert af
sauðfé, og þar af leiðandi lét eg þvo ull og seldi
liana. Jafnframt var eg formaður fyrir bændafélagi
i sveitinni, sem hafði þann tilgang að verzla skuld-
laust, og verzla með velþvegna og vandaða ull. Fé-
lagið fékk vanalega 5 skild. meira fyrir ullarpundið
en alment var.
Síðar var eg 21 ár við félagsverzlun og seldi þá
árlega ull erlendis fyrir svo hundruðum þúsunda
króna skifti. Eg hef því i þessu efni talsverða lífs-
reynslu, og hefi bæði verið seljandi og kaupandi. Oft
reyndi eg á aðalfundum félagsins, að fá bændur til
að bæta vöruverkunina. Um það voru höfð góð orð,
en efndirnar urðu litlar.
Mér var það ljóst, að engin von var til þess, að
bændur væru að koma með hreina ull, og vel þvegna,
ef þeir fengju ekki meira fyrir hana en þeir, sem
kæmu með ull, er í var 4°/o af vatni og 6°/o af óhrein-
indum, fram yfir þá, sem komu með ósvikna vöru.
Var því gjörð tilraun við félagsverzlun þá, semegvar
við, að gjöra verðmun á ull eftir gæðum. En í hvert
skifti varð endirinn sá, að hætta varð við það. Þeir,
sem komu með góða ull, og fengu meira en algengt
verð, voru ánægðir, en ílestir, sem lcomu með óhreina
og illa þurra ull, og þessvegna áttu að fá minna verð
en það algenga, vorif óánægðir og margir fóru með
ullina burtu, og létu skuldina standa. Því miður
komu þeir ullinni út, með fullu verði, hjá einhverjum
keppinautnum, sem vildi ná í verzlun þeirra, en rétt-
ast hefði verið, ef litið er á hag allra þeirra, sem
vilja vanda vöru sina, að enginn liefði keypt ullina,
svo trassarnir hefðu orðið að fara heim með hana,
til að þurka hana og þvo betur.
Sá stórkaupmaður, eða verksmiðjueigandi, sem
kaupir t. d. 100 sekki af ull, áætlar, að í ullinni sé að
(107)