Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Síða 122
meðaltali 20°/o af vatni og óhreinindum, dregur hann
pví 5. part verðs frá pví, sem hann gæti gefið fyrirvel
hreina og purra ull. Er pannig auðséð, að vandaði
maðurinn tapar á trössunum, svo lengi sem varan er
ekki flokkuð og keypt eftir gæðum.
Nú er byrjuð flokkun á fiski, með settum mats-
mönnum, og mikill verðmunur gjörður á bezta fiski
og miður verkuðum, enda hefir fiskverkun svo farið
fram um iand alt, að íslenzkur fiskur er nú hafður
erlendis til fyrirmyndar.
í mörg ár hefi eg verið sannfærður um, að eins
ætti að fara með uliina.
Gott lag á ullarverkun hér á landi kemst ekki á
fyr en pað er gjört, og helzt að ullpvottahús komist
á í sveitunum.
Smjörbúin eru góð fyrirmynd. Pau sýna, hve
smjörið er betra nú, pegar pað er verkað af einum
manni með kunnáttu, heldur en áður, pegar hver
verkaði pað heima hjá sér. Nú ersmjörið orðið góð
vara á útlendum markaði, og ánægja að neyta pess
hér á landi.
Mér pótti pví vænt um, pegar eg sá skýrslu, sem
sendimaður pingsins eða stjórnarinnar nýlega sendi
henni. Þar ræður hann til, að ullarpvottahús séu
sett upp í sveitum, og uilin flokkuð eftir gæðum.
Sendimaður pessi heitir Sigurgeir Einarsson, van-
ur verziunarmaður, enda sýnir skýrslan, að hann er
ekki að fimbulfamba um pað, sem hann skilur ekki.
Pótt tíminn væri stuttur sést, að hann hefir not-
að timann mjög vel. Hann leitaði sér upplýsinga í
borgunum Hull, London og Bradford á Englandi.
Par eru margar og stórar ullverksmiðjur. Síðan
fór hann til Bandaríkjanna og kom við í New-York,
Boston, Philadelphia og Bristol. A heimleiðinni fór
hann til Danmerkur og Belgíu.
Af skýrslunni sést, að verðmunur, sem um lang-
an aldur hefir verið á norðlenzkri og sunnlenzkri
(108)