Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 126
Eins og flestir vita, er sykur búinn til úr sykurreyr, sem
vex í heitu löndunum, og í kaldari löndnnum úr rófum.
A rr.yndinni er merkt með skástrykum, eða gráum lit, sá
sykur, sem búinn er til úr sykurreyr, en með hvítum lit
sá sykur, sem gerður er úr rófum. Stærð sykurtoppanna
á myndinni merkir, hve mikið af sykri er framleitt í ýms-
um löndum og heimsálfum, og svo stendur þar við, með
tölurn, smálestatalan, svo að óþarfi er að endurtaka það
hér (2000 pd. eru í smálest). Af myndinni sést, að í þeim
löndum, sem nefnd eru, er búið til af reyrsykri rúmlega
6 mili. smálestir, og af rófusykri tæpar 5 mill. smálestir.
Sykur úr rófum er ódýrari og er hann eingöngu fluttur tii
Islands.
I almanakinu fyrir árið 1910 var minst á, hversu mjög
skógarnir væru höggnir niður til pappírsgerðar, og að
menn væru hræddir um eyðileggingu skóganna af þeim
orsökum. En nú er hér mynd, sem sýnir hlutfallslega, til
hvers notað er mest af pappírrium. Fremst er bók,
sem á að sýna hve mikið gengur til bókaútgáfu eingöngu.
Minni tunnan sýnir það trémjöl, sem gengur daglega til
útgáfu 30,000 dagblaða, sem út korna í heiminum. Það
er nálægt 1000 smálestir af tré. En stóra tunnan sýnir
hver ógrynni af trémjöli fara árlega í dagblöð og bækur.
Hún tekur 375 mill. smálesta af möluðu tré; en til þess
að fylla hana af trémjöli þarf að mala 1250 mill. tenings-
metra af trjám, og sýnir efri trjáviðarkösturinn þá fyrir-
ferð. En tveir neðri. trjáviðarkestirnir sýna, að af þessu
brúkar Ameríka árlega 900 mill. og Evrópa 350 mill.
teningsmetra. Ekki er þv! að furða, þó menn séu farnir
að óttast eyðingu skóganna; er því nú verið að undirbúa
að nota plöntu, sem „Papa“ nefnist, til pappírsgerðar.
Hún vex á Egyptalandi og var upphaflega notuð af
Egyptum til pappírsgerðar.
Myndin á 11. bis. er ijósmynduð eftir litmynd, sem
var miklu fallegri, en þessi almanaksmynd, einkum af því,
að hafið var litað blátt og löndin græn til aðgreiningar.
(112)