Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 130
Ákœrði: »Ég fann hana svo seint um kvöldið,
að skrifstofan var lokuð«. —
Dómarinn: »En næsta morgun?«
Akœrði: wPá var hún tóm«.
* *
* \
Anna: »NÚ ér langt síðan við höfum sést. Lifir
maðurinn þinn enn þá?«
Slína: »Nei, hann drukknaðk.
Anna: »Já, — ekkert er sögulegt við það, kallinn
minn er líka dáinn. Hann var hengdur eftir langt
málastaþp fyrir lítilræði«.
* ★
. »
Auglýsing um strokumann.
Einkanlega er auðvelt að þekkja manninn af svörtu
vangaskeggi, sem hann þó líklega hefur rakað af sér
áður en hann strauk.
★ ★
*
Ónnur auglýsing.
Það er ósatt, að konan mín J. B. hafi gefið mér inn
eitur, en skemdan fisk og grút i kafft lét hún sér
sæma að gefa mér ofan í veikan maga.tf O. A.
* , *
Frú .4.: »Ertu ekki hrædd um manninn þinn,
sem nú er á ferðinni, síðan þú fréttir um þetta voða-
lega járnbrautarslys?«
Frú B.: »Nei! ég er alls ekki hrædd, hann er í
lífsábyrgð fyrir 50 þús. kr.«.
* *
*
Dóttir föður síns.
Presturinn: »Hvað gerðirðu svo, lambið mitt,
þegar hann kysti þig á kinnina?«
Preslsdóttirin: Eg tók það kristilega, og rétti hon-
um hina kinnina.
(* Sú frétt barst út, aö kona í Rvík, hefði ætlað að drepa
mann sinn með eitri.
(116)