Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 131
Hann: »Ég segi yður satt, að hún fröken Anna,
kærastan mín, er svo gáfuð, að hún hefur vit á við tvo«.
Frúin: Hún er þá rnjög hentug kona lyrir jTður«.
* *
*
Kaupmaðurinn kom þar að, sem búðarsveinninn
var að kyssa dóttur hans. Segir hann þá ösku vondur
um leið og hann ætlaði að slá sveininn. »Ég skal
kenna pér að kyssa hana dótlur mína«.
Búðarsveinninn (með mestu hægð), »þér þurfið
þess ekki, frökenin er sjálf búin að kenna mér pað«.
★ *
*
Hann hljóp á sig.
Tengdamóðirin (rík): »Eg held að þér þyki ekki
vænna um mig en svo, að þú naumast fylgir mér til
grafar þegar ég dey«.
Tengdasonurinn: »Nei! þetta er ekki satt, ég gjöri
það með gleði og mestu ánœgju«.
Ungfrúin: »Ég hef frétt, að þér hafið verið að tala
um mig, í samkvæmi í gær, miður sæmilega«.
Stúdenlinn: »Miður sæmilega! Það getur ekki
verið rétt hermt, en hitt veit eg, að fallegra umtals-
efni en yður, er ekki hægt að fá«.
A giftingarskrifstofunni.
Biðillinn: Eftir myndinni að dæma, er stúlkan
falleg, og þá ekki síður eigurnar 300,000 kr. En
hvernig er ættin, var faðir hennar ekki nokkur ár í
hegningarhúsinu ?«
Skrifstofustjórinn: Ungi maður, að vinna sér inn
miklar eignir á stuttum tíma, er oft miklum erflðleik-
um bundið«.
★ ★
■*
Móðirin: »Hefirðu nú sagt þessum framhlejTpna
slæping, að hann megi ekki koma oftar í þetta hús«.
Dóttirin: »Já, móðir mín«.
Móðirin: »Því græturðu?«
(117)