Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 133
Skrifarinn: »Fyrirgefið pér, ég fékk ekki dúr á
auga í nótt, litli krakkinn minn grét og orgaði alla
nóttina«.
Kaupm.: pá sé ég ekki betra ráð, en að pér hafið
krakkann hér á skrifstofunni á daginn til pess aö
halda yður vakandi«.
* *
*
Ferðamaðurinn: »Hún er auðsjáanlega orðin mjög
gömul pessi kirkjav.
Bóndinn: »Já, sú er nú komin til ára sinna; hún
er gfir 2000 ára gömul«.
Ferðamaðurinn: »Svo gömul geturhún ekki verið,
pví hún væri pá bygð áður en Krislur fœddish.
Bóndinn: »Nei, ekki parf pað að vera, paðernú
lengra siðan hann fœddistn.
* ★
Konan: (glöð). »Líttu bara á, ég fékk pessar öskj-
ur fullar með hóslapillum fgrir 2 kr., sem annars
kosta 4 kr.
Maðurinn: Já, góða mín, við höfum ekkert aö
gjöra með hóstapillur, hér á heimilinu hefur enginn
kvef eða hósta«.
Konan: »Pað er satt, en ég vildi nota mér pessi
góðu kaup, sem voru á uppboðinu«.1)
* *
*
Tveir skipstjórar voru að metast um, hver hafi
komist lengra norður.
A. : »Eg komst næstliðið vor svo nálægt norður-
lieimsskautinu, að ég sá á pví svartan blett.
B. : »Stendur alveg heima! Svarti bletturinn —
var ég«.
* ★
*
Frii B.: (heldur ræðu um réttindi kvenna). »Hvar
stæðu karlmennirnir nú, ef kvenmaðurinn hefði ekki
verið til? Já, hvar væru pá karlmennirnir nú?«
Rödd frá áhegrendum: »í Paradís«.
‘) Ol margir hugsa likt þessari konu á uppboðum.
(119)