Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Blaðsíða 34
Hefir hann fyrir þá skýringu hlotið allmikla gagn-
rýni. En þó viðurkenna allir, sem málið hafa rann-
sakað, að kynferðislif barnsins eigi mjög mikinn hlut
i þróun þersónuleika þess, þótt flestir telji hins veg-
ar Freud og lærisveina hans fara með allmiklar öfg-
ar í þessu efni. Eitt af þvi, sem Freud hefir mest
rannsakað, eru draumarnir. Hefir hann leitt þar feiki-
margt og merkilegt í ljós, svo sem táknhugsun (sym-
bolism) í draumum og hið líffræðilega hlutverk þeirra,
þ. e. að veita fullnægingu ýmsum tiihneigingum, sem
ekki ná fram að ganga í veruleikanum. Ennfremur
má telja, að hann hafi unnið afrek í rannsóknum á
ýmsum tegundum af taugaveiklunum.
Kenningar sínar hefir Freud ofið saman í heilsteypt
kerfi. Honum er reyndar fuliijóst, hver vandkvæði
eru á slíku, enda hefir hann líka oft hreytt skoðun-
um sínum, eftir því sem ný þekking hefir borizt að,
en hann telur samt, að slíkar heildarmyndir geti
komið að gagni sem ieiðarvísir í frumskógi einstakra
atriða. Menn mega bara ekki taka þær of bókstaflega.
Grundvallarsjónarmið hans er nýtt, tniðað við eldri
þýzka sálarfræði, sem lítið gerði annað en rannsaka
skynáhrif ýmissa eggjanda (stimuli) og hugmynda-
tengslin. Siík sálarfræði gat litla vitneskju gefið um
manninn í baráttunni við viðfangsefni lífsins. Freud
gekk á hinn bóginn út frá eðlishvötunum sem undir-
stöðu sálarlífsins. Skapgerð mannsins telur hann skap-
ast af víxláhrifum umhverfisins og þessara livata. Sál-
arlífi fullþroska manns skiptir Freud i nokkura aðal-
þætti. Samstarf þeirra er persónuleiki mannsins. Einn
þessara þátta eru blindar, óafvitaðar hvatir (Das Es),
sem krefjast skilyrðislausrar fullnægingar og skeyta
hvorki um skömm né heiður. Pær eru nokkurs kon-
ar vellandi hver á sálardjúpunum. Annar þáttur er
sjálfið (Das Ich), sem hefir hið erfiða hlutverk milli-
göngumannsins. Það semur frið milli umliverfisins
annars vegar, en hvatanna og sjálfshugsjónarinnar
(30)