Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Blaðsíða 42
töldu það of mikla harðstjórn, en menn beygðu sig
þó fyrir því.
Ymsar umbætur voru gerðar eftir fyrirmynd frá
Bandaríkjunum. Styrkti þetta stöðu Blums, svo hann
varð voldugri en nokkur franskur ráðherra hefur
verið síðan að Clemenceau var í stjórn. Segja má
einnig að vegur hans og álit meðal annara þjóða færi
sífelt vaxandi.
En þetta mikla gengi Blums virðist hafa liaft all-
mikil áhrif á hugsunarhátt hans. Hann varð mjög
ráðríkur, og margir Frakkar sögðu að hugur hans
væri farinn að hneygjast í einræðisáttina. Pó hann
hefði örug'gt fylgi meiri hluta þings og þjóðar, er hann
myndaði stjórn sína, þá var svo komið, er hann hafði
setið ár að völdum að mikil og' megn andstaða var
hafin gegn honum.
Pað voru fjármálin, sem riðu baggamuninn. Öll þau
stórræði, sem stjórn Blums hafði ráðist i kostuðu of
fjár. Ekki sízt herbúnaðurinn og vopnasmiðjurnar.
Pað var því ekki hjá því komist að hækka skattana,
en Frakkar eru viðkvæmir fyrir miklum útgjöldum.
Fóllcið tók fé sitt út úr bönkunum og mikið fór að
bera á fjárflótta úr landinu, en þetta hafði aftur þær
afleiðingar, að frankinn tók að falla.
Stjórnin vildi vernda gildi frankans, og í þeim til-
gangi heimtaði hún að fá einræðisvald yfir frönskum
fjármálum i nokkra mánuði; að þvi vildi þingið ekki
ganga, og var þá ekki annað fyrir Blum að gera, en
að víkja úr völdum í júni síðastliðið.
Mikil breyting varð þó ekki á stjórninni. Hinn nýi
forsætisráðherra, Chautemp, var einn af helztu starfs-
bræðrum Blums og mun ætla að fylgja stjórnarstefnu
lians að því er auðið. Sagt er að Blum muni einnig
lika ennþá hafa mikil áhrif.
Þó Leon Blum sé nú einkum kunnur sem stjórn-
málamaður, þá er hann einnig frægur rithöfundur.
Sérstaklega hefur hann ritað mikið um frönsk skáld.
(38)