Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Blaðsíða 85
Kosningarréttur og kjósendatala.
Við kosningarnar í vor var kjósendatalan rúmlega
67 þúsund eða rúmlega 57 °/o af allri íbúatölu lands-
ins. Kjósendum hefur fjölgað mjög mikið á síðari ár-
um, og miklu meir en landsmönnum almennt, vegna
rýmkunar á kosningarréttinum. Pegar alþingi var
sett á stofn, var hann mjög takmarkaður. Kosn-
ingarrétt höfðu þá ekki aðrir en þeir, sem áttu
jörð, að minnsta kosti 10 hundruð að dýrleika, eða
hús í verzlunarstað metið að minnsta kosti á 1000
ríkisdali, eða höfðu lífstíðarábúð á þjóðjörð eða
kirkjujörð, sem var að minnsta kosti 20 liundruð að
dýrleika. Ennfremur var 25 ára aldurstakmark. Árið
1857 var þessu breytt. Þá er svo ákveðið, að ltosn-
ingarrétt skuli eiga allir bændur, sem hafa grasnyt og
gjalda nokkuð til allra stétta, embættismenn og þeir,
sem lokið hafa embættisprófi, kaupstaðarborgarar, sem
gjalda til sveitar að minnsta lcosti 4 rd. (8 kr.) árlega,
og þurrabúðarmenn, sem gjalda til sveitar að minnsta
kosti 6 rd. (12 kr.) árlega. Þá er og ákveðið, að sveit-
arstyrkur, sem ekki er greiddur eða eftirgefinn, svipti
menn kosningarrétti. Pessi ákvæði um kosningarrétt-
inn voru látin haldast óbreytt í stjórnarskránni frá
1874 og það var fyrst með stjórnarskrárbreytingunni
frá 1903, að útsvarsgreiðslulágmarkið var fært niður
í 4 kr. og það látið gilda fyrir alla karlmenn, sem
ekki voru öðrum háðir sem hjú. Með stjórnarskrár-
breytingunni frá 1915 var aukaútsvarsgreiðsla afnumin
sem skilyrði fyrir kosningarrétti og hjúum og konum
veittur smávaxandi kosningarréttur, þannig að aldurs-
takmark þeirra var i fyrstu 40 ár, en lækkaði svo á
hverju ári um eitt ár, en með stjórnarskránni frá 1920
var hið sérstaka aldurstakmark þessara nýju kjósenda
fellt burt, svo að það lækkaði þá allt í einu um 10
ár. Hins vegar var þá íslenzkur ríkisborgararéttur
gerður að skilyrði fyrir kosningarrétti og að menn
(81) 6