Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Blaðsíða 59
s/12 í Austur-Landeyjuni; mannbjörg. Skozkt linuveiða-
skip, Evlyn, strandaði á Skallarifi 3/s; mannbjörg. Ann-
að línuvsk., Hilaria, strandaði 25/s við Meðalland; mann-
björg. Eistlenzkt veiðiskip, Lááenerand, sökk á Húna-
flóa; mannbjörg. Hafrannsóknarskipið Pourquoi pas?
fórst te/9 fyrir Straumfirði á Mýrum; 39 m. fórust,
einn bjargaðist. Enskur togari, Scaran, strandaði á
Reykjarf., Ströndum ,a/i; náðist óskemmdur út. Enslct
línuvsk., Trocadero, strandaði e/a við Grindavík;
mannbjörg.
Björgunarstöðvar voru reistar 11 á árinu(allspá 36),
talstöðvar settar i fjölda báta og »strandarstöðvar«
byggðar víða um land til sambands við þá.
Skólamál. Brejdingar á fræðslulögum 1936 koma
sumar ekki til framkvæmda fyrr en á næstu árum.
T.d. stendur á bygging heimavistarskóla í sveitum.
í Ileykjavík var skólavist lengd tafarlaust; námsár 7
ára barna er s/»—16/e, eða 9'li mán. — Alþýðuskólinn
í Reykjavílc átti fyrsta starfsár sitt 1935—36 og annað
1936—37. Að Hveragerði i Ölfusi stofnaði Árný Fil-
ippusdóttir húsmæðraskóla */io. Atkvæðagreiðsla fór
fram 24/io í Rangárþingi um það, hvort stofna skyldi
þar alþýðuskóla í sambandi við þegnskylduvinnu, og
fékkst ekki nægur meirihluti með því. Veturinn 1936-
37 hélt dr. Símon Jóh. Agústsson fjölsótta fyrirlestra
i Reykjavík um uppeldi.
Útvegsmál. Fiskafli i salt varð mjög rýr, eða 29 þús.
þurr tonn móti 50 þús. 1935, 62 þús. 1934 og 68,6 þús.
1933. Fisksala til Spánar var 77°/o minni en 1934 og
nam nú aðeins 14°/o af þessum 29 þús. tonnum. Byrjað
var að senda fisk til Kúba, Argentínu og Bandaríkjanna,
og víðar var leitað markaða fyrir fiskinn, ýmislega verk-
aðan, [harðfiskur 561 tonn (1935:152), freðfiskur
935 tonn (1935:625)]. ísfisksala til Bretlands var heldur
minni en árið áður. — Síldveiði var hins vegar ágæt og
nýttist að fullu vegna verksmiðjuaukninga, sem orðið
höfðu. Saltsíld varð 86°/° meiri og bræðslusíld 94°/»
(55)