Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Blaðsíða 68
ur í köldum sjó hefir í sér kalt blóð, en í heitum
höfum stígur líkamshitinn að sama skapi. Þessar
skepnur vantar m. ö. o. hitatemprun, sem svo nefnd
æðri dýr hafa — þar með talin manneskjan. Menn
og önnur spendýr, líka fuglarnir, hafa ætíð stöðugan,
eða mjög svipaðan líkamshita, hvort sem umhverfið
er kalt eða heitt.
Líkamshiti í heilbrigðum manni er 36,5°—37,5° C.,
eftir þvi hvort mælt er að morgni eða kveldi. (í hund-
um og köttum er hitinn 38,5°—39°, en í sauðkindum
38°—39,5°. Fuglar hafa um 42° C.). — Hreyfingarhiti
er nokkru meiri. Sé genginn röskur göngutúr, er hit-
inn oft um 38°, og er það heilbrigt. Það er líka vegna
áreynslunnar, sem kveldhitinn er meiri en morgun-
hitinn. Petta snýst alveg við hjá þeim, sem vinna á
nóttunni, en sofa á daginn. Hiti er venjulega mældur
í endaþarmi, eða í handarkrika. Þar er hann reyndar
*h° C. lægri. í Bretlandi og' Ameríku er mælt í munn-
inum.
Nú er spurningin, hvernig líkaminn fer að því að
halda hitanum innan svo þröugra marka, að ekki skeik-
ar nema tíundu pörtum úr stigi, hvort sem maður-
inn er úti í frosti og næðingum, eða situr heima hjá
sér við notalegan arineld.
Það er tvennt, sem þarf að haldast í hendur —
hitaframleiðslan og hitatapið. íliti framleiðist af á-
reynslu og vinnu, eins og dagleg reynsla sýnir. Menn
kunna að berja sér til hita. Yið áreynzluna brenna
vöðvarnir næringarefnum, einkum sykri, þótt ekki
verði af þvi neinn eldur. En það getur líka hitnað í
heyi, án þess að kvikni í. Hiti framleiðist lika sífellt
af starfi innvortis líffæra, þó menn sitji og haldi að
sér höndum. Störf hjartans, lifrarinnar, þarmanna og
lungnanna framleiða sífellt hita, jafnvel í svefni. Pað
gæti því hæglega fai'ið svo, að líkaminn ofhitnaði, ef
ekki væri við því séð. Og þá færi ekki vel um líð-
anina.
(64)