Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Blaðsíða 101
(Framh. frá 2. kapusíðu)
veg einstakt í sinni röð. Almanakið hefir jafnan verið eitt
hið vinsælasta rit. Er þar furðumikinn fróðleik að finna,
en hér skal aðeins minnzt á Árbók íslands, yfirlit um
lielztu viðburði innanlands. Er hvergi liægara að finna, hve-
nær jmrsir atburðir hafa skeð og frásagnir um þá en í ár-
bókinni, og er Almanakið þvi næsta ómissandi eign hverj-
um manni.
Stjórn félagsins er ljóst, að með útgáfu skemmtilegra
og nytsamra bóka vinnur félag'ið þjóðnytjaverk. En til
þess að geta beitt sér öflugfega í starfi sínu þarf það að
njóta stuðnings sem tlestra þeirra manna, er menntun
unna og bókavinir eru. Þess vegna hefir hún ákveðið, að
gefa þeim mönnum, sem af einhverjum ástæðum hafa
enn ekki gerzt meðlimir félagsins, sérstök kostakjör, ef
þeir ganga nú í félagið og styrkja það eftirleiðis.
Nýjum félagsmðnnum er hér með gefinn kostur ú því
að cignasl allar bækur, sem Þjóðvinafélagið hefir gefið
út 1919—1937. 19 árganga af Andvara og Almanaki, allt
sem i'it er komið af Bókasafni félagsins, 9 bindi alls, Jón
Sigurðsson, 5 bindi atts, og Sjálfstæði íslands 1809, cftir
Ilclga P. Briem, fgrir cinar 70 kr., að viðbœttu fétags-
gjaldinu fgrir þetta ár, 1937, eða 80 kr. alls.
Þessar bækur eru alls um 700 arkir, og er þetta svo
einstakt tækifæri fyrir bókavini, að slíks munu fá dæmi
eða engin. Ef þér skylduð eiga eitthvað af þeim bókum,
sem hér ræðir um, og kærðuð yður þvi ekki um þær aflar,
dregst andvirði þeirra frá þeirri uppliæð, er nefnd var,
að réttri tiltölu og eftir samkomulagi.
Bækurnar verða sendar beint frá félaginu gegn fyrir-
framgreiðslu eða gegn póstkröfu.
Ef þér vilduð ennfremur eignast eitthvað af öðrum for-
lagsbókum félagsins, skuluð þér sæta um það hinum beztu
kjörum.
Árgjald félagsins er 10 kr. En verðmæti ársbókanna
liefir hin síðari ár farið langt fram úr þeirri upphæð, og
hefir félaginu því að eins verið þetta kleift, að það hefir
notið lítils hóttar styrks frá Alþingi og trausts fyigis margra
ágætrá félagsmanna.
Kn mcð vaxandi fjölda félagsmanna ætti það að vcra
belur trgggl, að félagið gcli haldið áfram að vera bczta
og mikilvirkasta bókaútgáfufélag landsins.
Stuðlið að þessu. Gangið I félag vort og nolið gður
beztu bókakaupin.
Hið íslenzka þjóðvinafélag, pósthólf 313, Rvík.