Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Blaðsíða 62
Deila um vinnuréttindi utanhéraðsmanna við karfa-
verksmiðju á Sólbakka leyst 15/s með samkomulagi. —
Samið var 18/e í 10 daga deilu um kjör sjómanna á Ak-
ureyri — og 5S/e i verkstjórnardeilu vegavinnumanna í
Reykjadal S.-Ping., — og i okt. lauk verkfalli við hol-
ræsagerð í Ólafsfirði. B/ðra Sigfússon.
Nokkrir leyndardómar líkamans.
Eftir Dr. G. Claessen.
Allir kannast við, að vélar ganga ekki pegjandi og
hljóðalaust, og nálrvæmni og gæzlu vélamannsins má
ekki skeika, til þess að allt fari sem vera ber. Margir
hafa komið i vélarúm á skipi, eða í vélasal á landi,
og orðið varir við, hve margbrotið er, þar sem hafð-
ir eru í gangi í senn ýmsir mótorar, dælur og vélar
af öðru tægi. Pess verður og vart, að talsverður hiti
fylgir þessum vélagangi, og hávaði oft svo mikill, að
menn þurfa að brýna raustina til þess að talast við
þar inni.
í mannslíkamanum eru mörg líffæri, sem hvert hafa
sitt verk að vinna, eins og vélar í verksmiðju. Hjart-
að er sem dæla, er þrýstir blóðinu um farveg sinn.
Garnirnar engjast um fæðuna. í ýmsum liffærum, t.
d. lifrinni og víðar, verða mikil efnaskipti. En þessu
fylgir hiti, að sínu leyti eins og mótorinn hitnar.
Líkamshitinn verður þannig til. En hér skilur á milli,
að líffærin vinna sin verk í kyrþey. Og svo er ann-
að. Öll þessi margbreyttu viðskipti líffæranna gerast
án þess að maðurinn finni til þess, eða verði þeirra
var, meðan allt er heilbrigt. Vér erum þessu svo
vanir, að það eru varla aðrir en læknar, sem gera
sér grein fyrir, hve athafnirnar eru margbrotnar, hvort
sem það er i svefni eða völtu, í hvíld eða erfiði. Og
allt gengur þetta eins og af sjálfu sér. Pað eru hulin
(58)