Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Blaðsíða 69
Pað er um tvær leiðir, sem likaminn kælir sig.
Með uppgufun svitans frá hörundinu verður mikil
kæling. Sama er að segja um allt pað vatn, sem guf-
ar út með andardrættinum, cins og sézt þegar and-
bert er. Við erfiði — og hækkandi likamshita — mæð-
ast menn og svitna. Auk pess roðnar skinnið, og par
er hin leiðin til að losna við hita. Um leið og blóð-
sóknin eykst út i hörundið, víkka æðarnar stórlega,
og hiti geislar út frá blóðinu. Líkaminn missir auð-
vitað alltaf frá sér hita í köldum löndum. Með hlýj-
um eða léttum fatnaði má tempra hitatapið. Skjólgóð
föt eða sængurfatnaður er ekki hlýr öðruvísi, en að
vel getur haldizt á þeim hita, sem til verður í sjálf-
um líkamanum.
Þetta sjálfvirka fyrirkomulag — hitatemprunin —
er í raun og veru æði margbrotið. Eins og drepið
var á, parf að stilla til starfi margra líffæra, til þess
að eklci framleiðist, eða missist, of mikill hiti i kroppn-
um. Petta parf að vega salt. Flestir þekkja þau vand-
ræði og glundroða, sem verður pegar líkamshitinn
stígur um of — þegar menn fá sótthita vegna sjúk-
dóms. Hitt kemur líka fyrir, að menn krókni eða verði
úti, og láta pá lífið vegna pess að líkaminn kólnar
um of. Líffærin geta pá ekki starfað, og lífið slokkn-
ar út af.
Hörundið. Skinnið parf að hafa margs konar eigin-
leika, svo allt sé í lagi. Pað verður að þola sólskin
og vind, hita og kulda, þurk og vætu. Auk pess allt
pað hnjask og átök, sem dagleg vinna hefir í för
með sér. Efst er pað þakið flötum frumum, sem slitna
og eyðast; koma pá aðrar nýjar í þeirra stað, rétt
eins og endurnýjaðar eru steinplötur á húspaki, sem
eyðast af veðri og vindi. Hörundið hefir i sér kirtla,
sem mýkja pað og liðka, með raka og fitu.
Það er til mikils ætlazt, að hörundið poli pau sterku
sólböð og ljósböð, sem notuð eru nú á dögum. í
byrjun verður oft mjög mikil blóðsókn út í skinnið,
(65) 5