Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Blaðsíða 40
inni fór minnkandi. Pað varð því hlutverk Blums að
vinna á móti Fasistum og Nasistum, en heldur hefir
hann fengið orð fyrir að vera linur í baráttu sinni
gegn Mussolini.
Innanlandsmálin voru þó miklu liættulegri. Sífelld
verkföll geysuðu i landinu og' þjóðin skiftist í flokka,
sem áttu í svo hörðum deilum innbyrðis að við borg-
arastjTjöld lá. Loks gekk svo langt að verkamenn í
mörgum atvinnugreinum lögðu undir sig verksmiðj-
urnar og settusl þar að um stund. Að vísu kom ekki
til bardaga, því stjórnin beitti hvorki lögreglu né her-
valdi eins og oft hefur tíðkast á Frakklandi, en at-
vinnulíf landsins heið svo mikinn hnekki, að til voða
horfði. Blum vildi leysa vandræðin á þann hátt, að
hvergi þyrfti að beita valdi. Hann komst svo að orði:
»Ég veit að framferði verkamanna er ólöglegt, en er
ekki betra að liafa verkfallsmenn sitjandi rólega í
búðum og verksmiðjum, þar sem þeir g'era engum
mein, heldur en þeir fari að berjast við lögregluna,
og ef til vill sveitir Fasista, úti á götunum. Lögregla
og her mundi geta hreinsað verksmiðjurnar, en hvað
mundi verða eftir af þeim þegar búið væri að því?«
Stjórnin fékk í skyndi samþykkt ýms lög, til að
létta af verkfallínu. Fjöritíu tíma vinnuvika var fög-
boðin, verkamönnum voru Iryggð lágmarkslaun og
þeir fengu rétt til þess að gera sameiginfega samn-
inga við vinnuveitendur, hver stétt fyrir sig. Talið
var að þessar breytingar mundu auka framleiðslu-
kostnaðinn á frönskum vörum um 12 °/o, svo þetta
var dýrt sþaug'. En Blum gekk gekk að því, enda
hefur hann sennilega talið sig neyddan til þess.
Ýms minni lög fylgdu svo á eftir. Skólaskyldan var
lengd. Laun Oþinberra starfsmanna, sem nýlega höfðu
verið lælckuð mikið, voru hækkuð nokkuð aftur. Ný
tilhögun var gerð á skiþun ráðuneytisins og fleiri em-
bættisstofnana, landbúnaðarlöggjöf var undirbúin og
svo framv.
(36)