Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Blaðsíða 47
voru stækkuð. Stærsta fyrirtækið voru 72 verkamanna-
íbúðir, þar sem 3 herb. og eldhús kosta 11—12 þús.
kr. — Á Akureyri voru 1935 byggð 26 hús og 13 við-
bætur fyrir 0,4 millj., en 1936 16 hús fyrir 0,3 millj.
kr. A þessum stöðum samsvarar húsaauki ársins
nokkurn veginn hinni árlegu mannfjöhjun, og lætur
nærri, að húsagerð í kaupstöðum fullnægi lienni yfir-
leitt, en hvergi fækkar slæmum íbúðum fyrir pví. —
I sveilum fjölgar ekki fólki, en reiknað er með pví,
að árlega purfi par að liýsa minnst 145 býli að nýju.
Kostnaðarverð sæmilegra íbúðarhúsa á sveitabæjum
er að meðaltali 9,6 pús kr., en pað er sem næst tvöföldu
landverði jarðanna. Arið 1936 veitti Byggingar- og
landnámssjóður (auk Nýbýlasjóðs) lán til 84 íbúðar-
húsa, sem pó voru mörg reist 1935. Af ræktuuarsjóðs-
lánum fóru 70°/o til húsabóta. — Verðhækkun á timbri,
járni ofl. hleypti byggingarkostnaði fram um 4°/o 1936
(en mun meira eftir árslok).
Dómar. Hæstiréttur úrskurðaði T/i, að Hálfdán
Hálfdánsson og Eggert Halldórsson, Hnífsdal, hefði
kosningarrétt til Alþingis. — í Vestmannaeyjum lilutu
19/i2 10 manns fangelsisdóm fyrir að taka mann
nokkurn úr gæzluvarðhaldi með ofbeldi. — ísland,
blað Pjóðernissinna, birti 28/b í æsingarskyni mola úr
minnisbók eins ráðherrans. Rannsókn á því, hvernig
bókin væri fengin, var brátt liætt, því að brotin
þóttu ekki varða við gildandi lög'. — Atta menn í
Reykjavík og Vestmannaeyjum voru dæmdir 20/s fyrir
að senda fogurum dulskeyti um ferðir varðskipa.
Rannsóknum var haldið áfram næsta ár, og fleiri
reyndust sekir. — Bústjóri Korpúlfstaða var dæmdur
af Hæstarétti “/n skilorðsbundnum fangelsisdómi
fyrir að nota oflitlar mjólkurflöskur. — í Landsbank-
anum hurfu púsund kr. í nóv. 1935, en 2 þús. seint
á sama vetri. Rannsókn stóð rúmt ár, en enginn varð
dómfelldur fyrir stuld á þessu. — Iljón í Reykjavík voru
dæmd 27/s skilorðsbundnum fangelsisdómi og tvær mann-
(43)