Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Síða 68
Plútó er allt áriö í meyjarmerki, ekki fjarri mörkum þess og högg-
ormsmerkis. Birtustig hans er nálægt +14, svo að hann sést aðeins í
góðum stjörnusjónaukum. Árið 1979 gekk Plútó inn fyrir braut Nept-
únusar og verður nær sól en Neptúnus fram til 1999.
Teikningin á næstu síðu sýnir hvenær björtustu reikistjörnurnar eru í
hásuðri að sönnum sóltíma árið 1986. Sólin er alltaf í hásuðri kl. 12 að
sönnum sóltíma, hvar sem er á landinu, og ferill hennar fylgir því jaðri
myndarinnar (hægri eða vinstri jaðrinum, sem eru í rauninni sama
iínan). Myndin gefur til kynna fjarlægðir milli sólar og reikistjarna á
himinhvolfinu á vikufresti og hvort reikistjörnurnar eru á morgun-
himni (vinstra megin á myndinni, til hægri við sól), eða á kvöldhimni
(hægra megin á myndinni, til vinstri við sól). Á myndina hafa verið
dregnar línur til að gefa vísbendingu um, hvenær auðveldast sé að sjá
reikistjörnurnar. Er það á þeim tveimur svæðum, sem línurnar af-
marka, og merkt eru „dimmt" á myndinni. Á svæðinu, sem merkt er
„bjart“, eru reikistjörnurnar annaðhvort mjög nærri sól (innan við 45
mínútur í stjörnulengd) eða koma ekki upp í Reykjavík meðan dimmt
er.
Ef við viljum t.d. vita, hvaða reikistjörnur verði sýnilegar í
aprílmánuði, lítum við á þann reit, sem liggur þvert yfir kortið og
afmarkast af stöfunum APR til hægri og vinstri. Pá sjáum við strax, að
Venus er langt til hægri, á kvöldhimni, ekki fjarri jaðrinum (sól), en
þó á dimmum himni. Lengra til vinstri, á morgunhimni, er Satúrnus og
síðan Mars, sem nálgast mörk myrkurs og birtu. Enn Iengra til vinstri
(austar) eru Júpíter og Merkúríus, en þeir eru báðir á svæðinu, sem
merkt er „bjart“ og sjást því ekki. Við vinstri jaðar myndarinnar erum
við aftur komin að sól.
HRINGAR SATÚRNUSAR 1986
Hringarnir snúa nú norðurhlið að jörðu. Halli hringflatarins frá
jörðu séð verður 25 - 26° á þessu ári. Hallinn er breytilegur frá 27° eða
þar um bil, þegar þeir sjást best, niður í 0°, þegar þeir sjást á rönd.
Þetta gerðist síðast árið 1980 og hefur hallinn síðan farið vaxandi frá
ári til árs. Breytingin úr hámarki í lágmark (eða úr lágmarki í hámark)
tekur rúmlega 7 ár, þ.e. fjórðung af umferðartíma Satúrnusar um sólu.
(66)