Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Side 88
Hornamál
1 radían (rd eða rad) = hornið sem bogi hrings spannar, séð frá miðju
hringsins, þegar boginn er jafnlangur hringgeislanum. Einnig
nefnt bogamœlieining.
1 hringur = 360 gráður (°) = 400 nýgráður (g).
1 gráða (°) = 60 bogamínútur (') = 3600 bogasekúndur (").
1 nýgráða (g) = 100 nýmínútur (c) = 10 000 nýsekúndur (cc).
1 radían = 57°,2958 = 57°17'45" = 3437',75 = 206 265" = 63g6620.
1 steradían (sr) = rúmhornið sem flatarskiki á kúlu þekur, séð frá
miðju kúlunnar, þegar skikinn hefur sama flatarmál og sléttur
ferningur sem hefur kúlugeislann að hlið.
1 fergráða = rúmhornið sem flatarskiki á kúlu þekur, séð frá miðju
kúlunnar, þegar skikinn hefur sama flatarmál og sléttur ferningur,
sem hefur hlið jafnlanga þeim boga, er 1 gráða spannar á kúlunni,
séð frá miðju hennar.
1 kúla = 4n sr = 12,566 sr = 41 253 fergráður.
Pvermál tungls (og sólar) = Vi°.
1 cm á stiku í útréttri hendi = um 1°.
Hiti
1 kelvin (K) = 1/273,16 hluti af varmafræðilegum þrípunktshita vatns.
Þessi skilgreining gekk í gildi árið 1967.
1 Celsíusgráða (°C), varmafræðileg = 1 kelvin, en núllpunkturinn á
Celsíuskvarðanum er settur við 273,15 K.
1 Fahrenheitgráða (°F) = 5/9 úr Celsíusgráðu. Frostmark vatns er sett
32°F, en suðumarkið 212°F.
Prípunktshiti vatns (þar sem vatn, ís og gufa eru í jafnvægi) = 273,16 K
= 0,01° C.
Alkul (hið algjöra hitalágmark) = 0 K = —273,15°C.
Tími
1 sekúnda (atómsekúnda) = 9 192 631 770 sveiflutímar tiltekinnar raf-
öldu frá loftkenndu sesíni 133, sem er ein samsæta frumefnisins
sesíns. Grundvallareining tímans í hinu alþjóðlega einingakerfi
síðan 1967.
1 almanakssekúnda = 1/31 556 925,9747 hluti úr lengd hvarfársins,
eins og það var árið 1900. Stjörnufræðileg tímaeining tekin upp
árið 1952. Atómsekúndan var skilgreind þannig, að hún yrði sem
næst almanakssekúndunni að lengd.
1 meðalsólsekúnda = 1/86 400 úr meðallengd sólarhringsins yfir árið;
of breytileg til að vera grundvallareining í eðlisfræði eða stjörnu-
fræði. Almanakssekúnda jafngildir meðalsólsekúndunni eins og
hún var árið 1900.
1 stjörnudagur = snúningstími jarðar miðað við stjörnuhimininn (nán-
ar tiltekið vorpunkt himins) = 23 st. 56 mín. 4,1 sek.
(86)