Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Síða 114
íslands í janúar til rannsókna á veðurfari og vetrarstorm-
um. í sama mánuði kom Göran Koch, prófessor í barna-
tannlækningum við tannlæknaháskólann í Gautaborg, og
flutti erindi. í janúar komu Eva Nordland og Birgitta
Grimstad til íslands og tóku þátt í fundi friðarhreyfingar
íslenzkra kvenna.
Bandarísku kvikmyndagerðarmennirnir Jack Hofsiss og
John Wateres komu til íslands í febrúar og voru viðstaddir
kvikmyndahátið. í sama mánuði kom Mari Kollandsrud,
arkítekt frá Ósló, og flutti fyrirlestur um verndun húsa og
ganialla trjáa. í febrúar kom Toots Thielemans, belgískur
munnhörpusnillingur, til íslands og hélt tónleika. í sama
mánuði kom bandaríski söngvarinn William Parker og söng
á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands. í febrúar komu
átta norrænir rithöfundar til íslands og tóku þátt í samkomu
í Norræna húsinu. Þeir voru: Bo Carpelan, Bente Clod,
John Gustavsen, Paul-Helge Haugen, Jens Pauli Heinesen,
Theodor Kallefadites, Inoraq Olsen og Anti Tuuri.
í byrjun marz voru ítalska sópransöngkonan Denia
Mazzola og mexíkanski tenórsöngvarinn Yordy Ramiro
gestir Sinfóníuhljómsveitar íslands og sungu við uppfærslu
á óperunni Lucia di Lammermoor. í sama mánuði kom
Filippseyingurinn Arturo Nazareno, einn af varaforsetum
JC samtakanna til íslands og heimsótti JC klúbba. í marz
flutti hagfræðiprófessorinn James H. Gapinski frá Flórída
tvo fyrirlestra í Reykjavík. í sama mánuði komu til íslands
þeir Frank Sorauf, prófessor í stjórnmálafræði við Minnes-
otaháskóla, og dr. Carol Pazandak, námsráðgjafi við sama
skóla.
Ragnar Sohlmann, framkvæmdastjóri Norrænu ráð-
herranefndarinnar í Ósló, kom til íslands í apríl og flutti
fyrirlestur. Vibeke Als, menntaskólakennari frá Kaup-
mannahöfn, flutti í sama mánuði fyrirlestur um kvenna-
útvarp. f apríl hélt discosöngkonan Sharon Redd skemmt-
un í Reykjavík. í sama mánuði kom bandaríski öldunga-
deildarþingmaðurinn Charles Mathias frá Maryland og
flutti fyrirlestur. í apríl kom brezki þingmaðurinn sir Patr-
(112)