Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 116
frá Noregi. Dagana 21.-23. júní voru sjö þýzk herskip með
um 1100 sjóliða í kurteisisheimsókn í Reykjavík. Forystu-
skipið hét Rheinland-Pfalz. í júní var haldið norrænt bóka-
varðaþing í Reykjavík. Það sóttu um 400 manns. í sama
mánuði komu 85 franskir blaðamenn til íslands með Con-
cordeþotu í boði franska olíufélagsins Total. Þeir stönzuðu
aðeins í nokkrar klukkustundir á íslandi. Finninn Olof
Söderström kom til landsins seint í júní sem fulltrúi forseta
Rotary International á umdæmisþingi Rotarymanna. Norð-
maðurinn Fredrik Marstrander var fulltrúi klúbba á
Norðurlöndum. í lok júní kom alþjóðaforseti Guðspekifé-
lagsins, frú Radha Burnier, til íslands og flutti fyrirlestra.
Um sama leyti var á ferð dr. Daniel Sigmundson, prófessor
í guðfræði við prestaskóla lúterskra í St. Paul. Norrænir
málmiðnaðarmenn þinguðu á íslandi í lok júní.
Norrænn flugmálastjórafundur var haldinn á Húsavík í
byrjun júlí, og norræn samstarfsnefnd um trjárækt þingaði í
Reykjavík um sama leyti. Prófessor P. Th. Bauer hélt í
byrjun júlí fyrirlestur í Reykjavík og nefndist hann: Market
Order and State Planning in Economic Development. Tveir
frægir brezkir knattspyrnumenn, Phil Thompson og Brian
Talbot, komu til íslands í júlí og kennndu unglingum
knattspyrnu. John Turner, nýr forsætisráðherra Kanada,
hafði stutta viðdvöl á íslandi 6. júlí. Ráðstefna samtaka
nautgriparæktarmanna á Norðurlöndum var haldin á Laug-
arvatni í júlí, og í sama mánuði var haldið norrænt þjóð-
laga- og þjóðdansamót. Richard G. Lugar, öldungadeildar-
þingmaður frá Indíana, kom til íslands í júlí. Carrington
lávarður, nýr framkvæmdastjóri Nató, kom til íslands 19.
júlí og ræddi við íslenzka stjórnmálamenn. f júlí var haldið í
Mosfellssveit alþjóðlegt mót ungtemplara. f sama mánuði
var fjöldi Vestur-íslendinga í heimsókn.
Bítillinn Ringo Starr kom til íslands í byrjun ágúst og var
í Atlavík um verzlunarmannahelgi. Hann tók þar lagið fyrir
um 6000 gesti. í ágúst kom brezki kafbáturinn HMS Oposs-
um í heimsókn til Reykjavíkur og bandaríski ísbrjóturinn
Northwind í sama mánuði. Aðalfundur norræna staðalráðs-
(114)