Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 119
Fernando Piccini, forseti Evrópusambands alþjóðlegra
verktaka, og Eric Lepage, framkvæmdastjóri þess. Haldin
var á Hornafirði ráðstefna um röntgenbúnað á vegum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Norrænir ökukenn-
arar þinguðu í Reykjavík í lok ágúst og þá komu fjögur
hollenzk herskip í heimsókn.
Alþjóðaráðstefna um rannsókna- og þróunarstarfsemi í
iðnaði var haldin í Reykjavík í byrjun september.
Norrænir skipaskoðunarstjórar héldu fund í Reykjavík í
október.
Fjörutíu norskir bændur úr Gausdal og Guðbrandsdal
komu til íslands í byrjun nóvember. í sama mánuði kom dr.
Mons Nygard frá Bergen til íslands og hélt fyrirlestur. Séra
Frank E. Bullivant kom til íslands í nóvember og greindi
frá heimildum um ísland í skjalasafni Páfagarðs. í sama
mánuði voru á ferð fulltrúar vesturafríska þróunarbankans.
í desember kom William Arkin aftur til íslands og flutti
fyrirlestur, sem nefndist: Iceland's Position in U.S. Security
Policy.
Hervarnir
Fráfarandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins
dr. Joseph Luns kom til íslands snemma í júní í kveðju-
heimsókn. 26. júní var þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins
heiðruð. Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra afhenti Jos-
eph M. Nall, ofursta og yfirmanni sveitarinnar, heiðurs-
skjal. f lok júní fékk Varnarliðið þá sir Williarn Staveley,
yfirmann Nató á austanverðu Atlantshafi, og Sir John
Fitzpatrick, yfirmann flughers Nató, í heimsókn.
í byrjun júlí voru birtar niðurstöður í skoðanakönnun,
sem Ólafur P. Harðarson stjórnmálafræðingur stóð fyrir
um afstöðu íslendinga til varnarmála. Spurningu um af-
stöðu sína til áframhaldandi veru íslands í Atlantshafs-
bandalaginu svöruðu menn þannig: 53% voru því með-
mæltir, 13% voru því andvígir og 34% höfðu ekki skoðun.
Spurningu um afstöðu íslendinga til Varnarliðsins í Kefla-
(117)