Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 125
Grundartangaverksmiðjunni. Hinn 6. apríl var síðan geng-
ið frá samningum um sölu á 15% af eignarhluta Elkem í
verksmiðjunni. Japanska fyrirtækið keypti þessi 15% og
skuldbatt sig jafnframt til þess að kaupa 20.000 tonn árlega
af járnblendi. Þá verður verksmiðjan endurfjármögnuð.
Reksturinn á Grundartanga gekk mjög vel á árinu, og varð
verulegur hagnaður. — Viðræður við Alusuisse um endur-
nýjun aðalsamnings héldu áfram. Samkomulag tókst á
fundi í Amsterdam í byrjun september, og var það undirrit-
að 5. nóvember. Framvegis á raforkuverð til verksmiðjunn-
ar í Straumsvík að fara eftir heimsmarkaðsverði á áli og
verður á bilinu 12,5-18,5 mill. Gert var ráð fyrir að stækka
álverið um helming og að taka inn nýjan eignaraðila. Gera
átti dómsátt um deilumál um verðiagningu hráefna, af-
skriftir og skatta. Alusuisse skyldi borga þrjár milljónir
dala til þess að greiða fyrir lausn deilumála um „hækkun í
hafi“. Tap varð á rekstri álversins í Straumsvík á árinu.
Viðræður fóru fram við ýmsa erlenda aðila um að reisa
kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og ný álver. Viðræðu-
nefnd frá Alcan kom til íslands í júní og skoðaði aðstæður í
Eyjafirði til að reisa þar álver. Önnur nefnd kom frá Alcoa
1 júlí. Þá fóru nokkrir Eyfirðingar til Kanada að skoða
aðstæður hjá Alcan og leizt vel á. Skoðanir eru mjög
skiptar í Eyjafirði um ágæti álvers þar, og 22. ágúst fékk
Steingrímur Hermannsson afhentar 3.289 undirskriftir íbúa
við Eyjafjörð gegn álveri. 28. desember voru síðan afhentar
4.032 undirskriftir fólks, sem er fylgjandi álveri í Eyjafirði.
Engar ákvarðanir voru teknar um ný álver eða kísilmálm-
verksmiðju.
Metár var hjá kísilgúrverksmiðjunni við Mývatn, og var
framleiðslan 27.240 tonn. Hagnaður af rekstrinum nam
10,5 millj. kr. í úttekt Iðntæknistofnunarinnar kom fram,
að Sjóefnavinnslan á Reykjanesi gæti ekki borið sig í
framtíðinni, og ætti því að hætta rekstrinum. Lokaákvörð-
un um þetta var þó ekki tekin. Ríkissjóður veitti Stálfé-
laginu hf. ríkisábyrgð fyrir 45 millj. kr. láni frá Norræna
fjárfestingarbankanum. Stálfélagið festi kaup á stálvölsun-
(123)