Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 127
liða, sem fram fór í Preston í apríl. Liðið sigraði Noreg,
Frakkland og Ítalíu, en tapaði fyrir Belgíu í keppni um sæti
í 2. deild. Norðurlandamót unglinga var haldið í Reykjavík
í byrjun marz. íslendingar urðu í 3.-5. sæti í sveitakeppni.
Þórdís Edwald og Elísabet Þórðardóttir komust í undanúr-
slit. Danir unnu öll gullverðlaunin. Sveit TBR varð í 3.-4.
sæti í Evrópukeppni félagsliða í Málmey í október. Fjórir
íslendingar tóku þátt í Norðurlandamóti í Ósló í nóvember,
en komust ekki langt.
Bílarall. Ómar Ragnarsson varð íslandsmeistari öku-
manna og Eiríkur Friðriksson varð meistari aðstoðaröku-
manna.
Biljard. Biljardsamband íslands var stofnað í janúar.
Blak. Próttur varð íslandsmeistari í karlaflokki og Völs-
ungur í kvennaflokki. íþróttafélag stúdenta sigraði í bikar-
keppni karla og Völsungur í bikarkeppni kvenna. -
Kvennalandsliðið keppti í Færeyjum í byrjun marz. Stúlk-
urnar töpuðu tveimur leikjum en unnu einn. Á Norður-
landamótum, sem haldin voru í október, urðu íslendingar í
5. sæti bæði í karla- og kvennaflokki. Karlamótið var í
Noregi en kvennakeppnin á Álandseyjum.
Borðtennis. Meistaramót íslands fór fram í Reykjavík í
marz. í einliðaleik varð Tómas Guðjónsson (KR) íslands-
meistari í karlaflokki, en Ásta Urbancic (Erninum) í
kvennaflokki. í tvíliðaleik karla sigruðu Tómas og
Hjálmtýr Hafsteinsson (KR), í tvíliðaleik kvenna Ásta og
Hafdís Ásgeirsdóttir, en í tvenndarkeppni Hjálmtýr og
Ragnheiður Sigurðardóttir (UMSB). Sveit KR sigraði í
sveitakeppni, níunda árið í röð. — Landsliðið varð í 2. sæti í
3. deild Evrópukeppninnar, en keppt var á Möltu.
Bridge. íslandsmót í sveitakeppni var haldið í Reykjavík
um páskana. Sveit Jóns Hjaltasonar sigraði. Tvímennings-
keppni fór fram í maí, og urðu þeir Jón Baldursson og
Hörður Blöndal íslandsmeistarar í tvímenningi. - Norður-
landamót var haldið í Kaupmannahöfn í júní, og urðu
íslendingar í 3. sæti í karlaflokki og í 4. sæti í kvennaflokki.
Landslið ungra spilara varð í 15.-16. sæti af 19 á Evrópu-
(125)