Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 128
móti í Belgíu í júlí. Á Ólympíuleikum í Seattle í október og
nóvember urðu íslendingar í 9. sæti í B-riðli af 27 þjóðum.
Fimleikar. íslandsmót var haldið í Reykjavík í marz.
Davíð Ingason (Ármanni) sigraði í karlaflokki og Hulda
Ólafsdóttir (Björk) í kvennaflokki. Unglingameistaramót
var haldið í Reykjavík í febrúar, og voru Ármenningar þar
sigursælastir, en Gerpla í Kópavogi gekk næst þeim. Þetta
unglingamót var hið fjölmennasta, sem haldið hefur verið
hér á landi.— Skotar sigruðu íslendinga í landskeppni í
Aberdeen. — Á þingi FSÍ í desember var Lovísa Einars-
dóttir endurkjörin formaður.
Frjálsíþróttir. íslandsmót innanhúss var haldið í Reykja-
vík í febrúar. Einar Gunnarsson (UBK) sigraði í atrennu-
lausum stökkum. Nokkrir íslenzkir frjálsíþróttamenn
stunduðu æfingar í Bandaríkjunum. Þar setti Kristján
Harðarson (Ármanni) met í langstökki: 7,80, íris Grönfeldt
(UMSB) í spjótkasti: 56,14, Oddur Sigurðsson (KR) í 400
m hlaupi: 45,36 og Einar Vilhjálmsson (UMSB) í spjót-
kasti: 92,40. Met Odds var sett í Austin í Texas 12. maí og
var jafnframt Norðurlandamet. Einar og íris urðu banda-
rískir háskólameistarar. Tveir íslendingar kepptu á
Evrópumeistaramótinu innanhúss í Gautaborg í marz. Sig-
urður T. Sigurðsson varð 15. í stangarstökki. Hann setti
síðar nýtt íslandsmet í þessari grein og stökk 5,30. Sigurður
Pétur Sigmundsson (FH) sigraði í Víðavangshlaupi ÍR á
sumardaginn fyrsta. Meistaramót fslands var í Reykjavík í
lok júní. Bezta afrek mótsins vann Unnar Vilhjálmsson
(UÍA), en hann stökk 2,07 í hástökki. Hann setti nýtt
íslandsmet í hástökki, 2,12, á landsmóti UMFÍ, sem haldið
var f Keflavík og Njarðvík í júlí. Kalottkeppnin var að
þessu sinni haldin í Reykjavík í júlí. Finnar sigruðu, en
íslendingar urðu í 2. sæti. í bikarkeppni FRÍ sigraði ÍR 13-
árið í röð og hlaut 150 stig. UÍA var í öðru sæti með 128
stig, en Ármann í þriðja með 123 stig. Reykjavíkurmara-
þonhlaupið fór fram í fyrsta sinn 26. ágúst. Keppendur voru
frá ýmsum löndum. Sigurvegari í karlaflokki var Sigurður
P. Sigmundsson, en Leslie Watson frá Bretlandi sigraði í
(126)