Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 129
kvennaflokki. íslendingar tóku þátt í fjögurra landa keppni
í Swansea í Wales í lok ágúst og urðu í 3. sæti á eftir Wales
og Hollandi. Gamlárshlaup ÍR var síðasta dag ársins. Sigur-
vegari var Hafsteinn Óskarsson (ÍR). - Á þingi FRÍ, sem
haldið var í nóvember, lét Örn Eiðsson af formennsku eftir
langt starf. Við tók Guðni Halldórsson.
Glíma. Bikarglíma Glímusambands íslands var haldin í
febrúar og sigraði Pétur Yngvason (HSÞ). í marz var
Skjaldarglíma Ármanns háð í Reykjavík og sigraði Jón
Unndórsson (Leikni). í sama mánuði var landsflokkaglím-
an, en hún hafði ekki verið þreytt í nokkur ár. Íslandsglím-
an fór fram á Laugum í Þingeyjarsýslu í lok apríl og sigraði
Pétur Yngvason. Hann varð því glímukappi íslands.
Golf. íslandsmótið var haldið í byrjun ágúst. Sigurður
Pétursson (GR) varð íslandsmeistari í karlaflokki og Ás-
gerður Sveinsdóttir (GR) í kvennaflokki. Síðar í mánuðin-
um fór fram á Grafarholtsvelli Norðurlandamót, og varð
karlasveit íslands í fjórða sæti, en kvennasveitin varð í
fimmta og neðsta sæti. Óskar Sæmundsson stóð sig bezt í
einstaklingskeppninni og varð í 5. sæti. - Ragnar Ólafsson
og Sigurður Pétursson tóku þátt í heimsbikarkeppni í Róm í
nóvember. Þeir urðu í 29. sæti af 33 og fremstir áhuga-
manna. Sveit Golfkiúbbs Reykjavíkur varð í áttunda sæti í
keppni félagsliða í Evrópu.
Handknattleikur. í handknattleik innanhúss varð FH fs-
landsmeistari í karlaflokki. Þeir unnu alla leiki sína í for-
keppninni. í kvennaflokki innanhúss sigraði Fram. Víking-
ur varð bikarmeistari í karlaflokki, en Fram sigraði í bikar-
keppni kvenna. - Fyrstu landsleikir ársins í karlaflokki
voru við Norðmenn. íslendingar unnu tvo í Reykjavík, 24-
15 (Atli Hilmarsson var markahæstur með 7 mörk) og 25-20
(Kristján Arason 8), en jafntefli varð í Hafnarfirði 24-24
(Atli 6). f marz léku íslendingar fyrst við Frakka í Frakk-
landi og unnu fyrri leikinn 23-22 (Kristján 7), en töpuðu
hinum seinni 21-24 (Kristján 8). Næst voru tveir leikir við
Svisslendinga í Sviss, og unnu íslendingar báða, 18-14 (Sig.
Gunnarsson 5) og 18-16 (Atli 7). í lok marz léku Sovét-