Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Síða 131
íslendingar unnu Norðmenn 27-22 (Atli 9), gerðu jafntefli
við B-lið Tékka 19-19 (Alfreð Gíslason 7), en töpuðu fyrir
A-liðinu 16-22 (Kristján 4). í júní var leikið heima við
Vestur-Þjóðverja, og varð jafntefli í fyrri leiknum, 15-15,
en hin síðari tapaðist 17-21. Á Spáni voru tveir leikir við
Spánverja og töpuðust báðir, 14-20 (Sig. Sveinsson 4) og
14-21 (Alfreð 3). — Úrslit í leikjum íslendinga á Ólympíu-
leikunum eru á öðrum stað í íþróttakafla (Ólympíuleikarn-
lr)- — í október var haldin Norðurlandakeppni í handknatt-
leik karla í Finnlandi. íslendingar urðu í 2. sæti, sigruðu
Finna 32-13, (Kristján og Þorbergur Aðalsteinsson 8), Svía
22-20 (Kristján 11) og Norðmenn 20-19 (Hans Guðmunds-
son 6), en töpuðu fyrir Dönum 22-26. í nóvember léku
íslendingar tvo landsleiki við Dani, hinn fyrri í Óðinsvéum
°g unnu íslendingar 21-19 (Atli og Kristján 6), en hinn
síðari í Horsens, og varð hann jafntefli 19-19 (Kristján 6).
Á svokölluðu Polar cup móti í Noregi seint í nóvember
urðu íslendingar í 2. sæti. Þeir unnu ítali 25-15, Norðmenn
28-18 (Páll Ólafsson 7) og fsraelsmenn 28-22 (Þorbergur 7),
en töpuðu fyrir Austur-Þjóðverjum 22-23 (Bjarni Guð-
mundsson 11). Síðustu landsleikir ársins voru við Svía á
íslandi. fslendingar unnu fyrsta leikinn 25-21 (Kristján 6),
en töpuðu hinum tveimur 19-20 (Hans 9) og 20-25 (Kristján
2). — f handknattleik kvenna voru leiknir fimm landsleikir
v>ð Bandaríkjamenn um mánaðamótin febrúar-marz, og
fóru þeir fram á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum, t.d.
Lake Placid og West-Point. íslendingar unnu einn leik 19-
18, töpuðu þremur 21-26, 16-20, 24-28, en einum lyktaði
nieð jafntefli 18-18. í apríl voru leiknir þrír leikir við
Frakka og unnust allir, 23-21 í Reykjavík, 22-18 á Akranesi
°g 12-10 í Hafnarfirði. í október voru leiknir tveir leikir við
Norðmenn og töpuðust báðir, 16-28 og 12-21. í desember
fór landsliðið til Frakklands og lék þar þrjá leiki, sigraði í
Sochaux 27-21, tapaði í Amiens 16-17 og gerði jafntefli í
Creil 17-17. — í 8 liða úrslitum Evrópukeppni bikar-
meistara voru KR-ingar slegnir út af ísraelska liðinu Macca-
bi Zion, 16-19 og 16-14. í IHF keppninni sló Tatabanya frá
9
(129)