Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 137
Af frjálsíþróttamönnunum náöi Einar Vilhjálmsson bezt-
um árangri. Hann varð 6. í spjótkasti og kastaði 81,58 m.
Oddur Sigurðsson komst í milliriðil í 400 m hlaupi, 46,07.
ísland var í 6. sæti í handknattleikskeppninni og komst því í
A-keppni næstu heimsmeistarakeppni. Úrslit í leikjum ís-
lands í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna urðu þessi:
Ísland-Júgóslavía 22-22 (Sig. Gunnarsson 8), Ísland-Rúm-
enía 17-26 (Sig. Gunnarsson 6), Ísland-Japan 21-17 (Krist-
ján 7), Ísland-Sviss 23-16 (Sig. Gunnarsson 8), Ísland-Alsír
19-15 (Sig. Gunnarson 5), Ísland-Svíþjóð 24-26. Hinn 9.
ágúst varð helzti frægðardagur íslendinga á Ólympíuleikun-
um 1984, því að þann dag vann Bjarni Friðriksson til
bronsverðlauna í 95 kg flokki í júdó. Hann sigraði í þremur
glímum, en tapaði lokaglímunni.
Siglingar. íslandsmót á kjölbátum var haldið í Hafnar-
firði í lok ágúst. Ari Bergmann Einarsson sigraði á bátnum
Össu. Gunnlaugur Jónasson og Jón Pétursson kepptu á
nokkrum alþjóðlegum mótum til undirbúnings þátttöku
sinnar á Ólympíuleikunum.
Skák. Skákþing íslendinga var háð í tvennu lagi. Um
Páskana var keppt í áskorendaflokki og þar sigraði Lárus
Jóhannesson. Um haustið var keppt í landsliðsflokki og
sigraði Jóhann Hjartarson. Ólöf Práinsdóttir varð meistari í
kvennaflokki. — í byrjun janúar sigraði Margeir Pétursson
á skákmóti á Hamri í Noregi. Hann fékk 7 vinninga af 9.
Jóhann Hjartarson varð í 2.-3. sæti. Sömu menn urðu í 1.-3.
sæti á móti í Gausdal í Noregi síðar í janúar. Alþjóðlegt
skákmót Búnaðarbankans fór fram í Reykjavík í febrúar.
Jóhann Hjartarson sigraði og hlaut titil alþjóðlegs meistara.
Norðurlandamót skólanemenda var haldið í Reykjavík í
febrúar. íslendingar fengu 3 meistara af 5. Karl Porsteins
sigraði í elzta flokki. Reykjavíkurskákmótið fór fram í 11.
sinn síðari hluta febrúar. Keppendur voru 60 og var keppt
eftir Monradkerfi. Efstir urðu Jóhann Hjartarson, Helgi
Ólafsson og Samuel Reshevsky frá Bandaríkjunum, allir
með 8 vinninga. Jóhann og Helgi náðu áfanga að stór-
meistaratitli. Alþjóðlegt skákmót var haldið í Grindavík í
(135)