Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Qupperneq 145
Fáskrúðsfirði. Fauk þar viðbygging við skemmu eina og
stórskemmdi íbúðarhús. 12. febrúar gerði mikla hláku á
Suðurlandi. Þá flæddi yfir varnargarða við Markarfljót hjá
Dímon og síðan yfir Suðurlandsveg. 13. febrúar urðu mikil
flóð í Hvítá, og flæddi vatn yfir stór svæði í Flóanum. 22.
febrúar féll snjóflóð úr Ólafsvíkurenni á hús steypustöðvar-
innar Bjargs. Tveir menn voru í húsinu, og björgðust þeir
nauðulega. Húsið eyðilagðist, og mikið tjón varð á bif-
reiðum og vinnuvélum. 28. desember gekk mikið veður yfir
Vestur- og Norðurland. Bílar fuku af vegum og hlauzt af
því mannskaði í Gilsfirði. Þá urðu skemmdir á skipum í
Akureyrarhöfn.
Leyft var að skjóta 600 hreindýr, en ekki veiddust nema
390. — Talið er, að arnarvarp hafi tekizt allvel og hafi 26
arnarungar komizt upp hjá 20 pörum. Eggjaræningjar
ásóttu fálkastofninn, og varð atferli eins þeirra að milli-
ríkjamáli. Þjóðverjinn Peter Baly, sem rænt hafði hér fálka-
eggjum og beið dóms, strauk úr landi, en þýzk yfirvöld
vildu ekki framselja hann. - Refum er talið fjölga mjög í
landnámi Ingólfs. Er jafnvel talið, að einhverjir þeirra hafi
sloppið úr refabúum. Villtir yrðlingar voru seldir til Noregs
tii eidis. — Óvenjumikill mývargur var við Mývatn í júní.
Menn urðu að hafa yfir sér hauspoka, og kýr héldust illa við
utan dyra. — Við rannsóknir haffræðinga í febrúar kom í
Ijós, að hlýr sjór var mun útbreiddari við landið en verið
hafði síðustu þrjú ár. Mikið sást af hnúfubak og steypireyði
við landið, en þetta hafa verið taldir sjaldséðir hvalir. 16-18
m langan búrhval rak við Hvalsnes í marz. — Meðal sjald-
gæfra fiska, sem veiddust á árinu, má nefna þessa: Kol-
skegg, dökkskjá (hefur aldrei áður veiðzt svo norðarlega),
leirál (ný tegund á íslandsmiðum), ennisfisk (veiddist suð-
austur af Grindavík), serkling (ný tegund á íslandsmiðum,
en af henni veiddust níu fiskar djúpt undan Suðaustur-
landi), glyrnu (veiddist í Ljónsdjúpi), drumb (ný tegund á
íslandsmiðum). Þá veiddust tveir sædjöflar í Grænlands-
sundi, lúsífer út af Jökli og annar í Grænlandssundi. —
Jöklar hopuðu nokkuð á árinu vegna mikillar bráðnunar
(143)