Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Síða 160
lok ágúst voru opnuð tilboð í meginhluta véla og rafbúnað-
ar Blönduvirkjunar. Júgóslavneskt fyrirtæki átti lægsta til-
boðið.
Suðurlína var tekin í notkun 10. nóvember og lauk með
því hringtengingu stofnlínukerfis landsins. Þá höfðu fram-
kvæmdir við svonefndar byggðalínur staðið frá árinu 1972.
Áfram var unnið að rannsóknum á virkjunarsvæði Fljóts-
dalsvirkjunar og á Þjórsár- og Tungnársvæðinu. Svo langt
er komið undirbúningi að Vatnsfellsvirkjun, Sultartanga-
virkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar, að þær mætti bjóða
út með skömmum fyrirvara.
í byrjun júní var Búrfellsvirkjun stöðvuð í fyrsta sinn í 15
ár. Petta var gert til þess að kanna ástand aðrennslisganga.
Stöðvunin stóð í fjóra sólarhringa.
Heildarorkuöflun Landsvirkjunar á árinu var 3.663 gíga-
wattstundir eða 528 megavött, og er það 6,8% aukning frá
árinu á undan. Helztu kaupendur raforku voru ísal með
176 megavött, Rafmagnsveitur ríkisins 142 megavött, Raf-
magnsveita Reykjavíkur 90 megavött og íslenzka járn-
blendifélagið 79 megavött.
Samgöngur og ferðalög
85.190 útlendingar komu til íslands á árinu (árið áður
77.592). Af þeim voru 27.293 Bandaríkjamenn (24.915),
9.615 Vestur-Þjóðverjar (8.765), 9.398 Bretar (8.868),
7.659 Danir (6.665), 6.699 Svíar (5.554), 6.055 Norðmenn
(5.345), 4.846 Frakkar (3.922), 2.697 Svisslendingar
(2.613), 2.003 Finnar (1.821), 1.610 Hollendingar (1.506),
1.473 Austurríkismenn (1.252), 1.037 ítalir (1.053), 1.001
Kanadamaður (1.038).
89.728 íslendingar ferðuðust til útlanda (79.695).
Flug. Hagur Flugleiða fór enn batnandi á árinu og varð
hagnaður alls 227,9 millj. kr. Stór hluti hans var að vísu
söluhagnaður af þremur flugvélum. Félagið flutti 248.349
farþega í Norður-Atlantshafsflugi (206.388 árið áður),
194.486 í Evrópuflugi (153.759), 217.112 í innanlandsflugi
(158)