Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 165
arvatni síðdegis á sunnudegi og fundust um hádegi á þriðju-
degi við Prestsvatn norðan Efstadalsfjalls. Þar höfðu þau
gert sér snjóhús.
Tuttugasta þing Slysavarnafélags íslands var haldið í
Vestmannaeyjum í maí.
Stjórnmál
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sat óbreytt allt
árið. Var fylgi hennar mjög traust framan af ári, ef marka
má skoðanakannanir, en hrakaði stórlega um haustið. í
skoðanakönnun DV í marz sögðust 76,8% þeirra, sem
svöruðu, styðja ríkisstjórnina, en 23,2% voru henni andvíg-
ir. í október voru hins vegar 53,1%, sem sögðust vera á
móti ríkisstjórninni, en 46,9% voru henni fylgjandi.
í byrjun marz lýsti Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra yfir því, að gat væri í fjárlögunum. Snerust umræður í
ríkisstjórn og á þingi mjög um það næstu tvo mánuði að
fylla þetta gat. Var það gert með efnahagsráðstöfunum
(bandorminum), sem fólu í sér lækkun niðurgreiðslna,
aukna þátttöku fólks í kostnaði við læknishjálp og auknar
erlendar lántökur, en greiðslubyrði af þeim fór þar með yfir
60% af þjóðarframleiðslu. 3. maí flutti Friðrik Sophusson,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræðu á fundi á Seltjarn-
arnesi og sagði, að efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar
væru „lítil mús“. Hann lét einnig þau orð falla, að formaður
Sjálfstæðisflokksins ætti að sitja þar sem honum bæri, þ.e. í
ríkisstjórn. Um sumarið fóru fram viðræður milli formanna
stjórnarflokkanna um málefni ríkisstjórnarinnar. Lýstu
þeir því yfir í byrjun júlí, að þörf væri á að framlengja bann
við vísitölubindingu launa. 30. júlí tilkynnti ríkisstjórnin
efnahagsráðstafanir til þess að draga úr þenslu og til þess að
hjálpa útgerðinni. Sparisjóðsvextir voru hækkaðir um 2%
og bönkum var leyft að ákveða útlánsvexti. Ákveðin var
hækkun afurðalána til útgerðar og sett bráðabirgðalög um
aukið fé til skuldbreytinga í sjávarútvegi.
Hinn 7. september var kynnt nýtt samkomulag með
(163)