Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 166
stjórnarflokkunum. Þar var boðað, að kauptaxtar skyldu
hækka um 5% hið mesta á næsta ári og að verðbólga yrði
10% í lok ársins 1985. Ríkissjóður skyldi vera hallalaus,
erlendar lántökur nema 7.200 milljónum á næsta ári, og
yrði greiðslubyrði af erlendum skuldum þá um 61% af
þjóðarframleiðslu. Stjórnarflokkarnir sögðust ætla að
lækka tekjuskatt á árinu 1985 um 600-700 milljónir og halda
síðan áfram næstu tvö ár með tekjuskattslækkanir. Boðað
var, að bankar yrðu sameinaðir og sjóðakerfið stokkað
upp. Þá var rætt um breytingar á Framkvæmdastofnun
ríkisins og því lofað, að 500 milljónir kr. skyldu fara í sjóð
til að styrkja nýjar atvinnugreinar.
í samræmi við ofangreinda stefnu í launamálum hafnaði
ríkisstjórnin launakröfum BSRB og fjármálaráðherra felldi
sáttatillögu ríkissáttasemjara í lok september. Þar var gert
ráð fyrir 6% hækkun frá 1. september og 4% 1. janúar
1985. Það gerðu BSRB-menn líka í almennri atkvæða-
greiðslu, 72,2% sögðu nei, en 27,8% já og hófst verkfall
þeirra 4. október. Því lauk 30. október og var samið um
20,0-23,4% kauphækkun á tímabilinu til 31. desember
1985. Þar af átti um 10% kauphækkun að koma strax til
framkvæmda. (Nokkru áður hafði verið samið við bóka-
gerðarmenn um svipaða kauphækkun, sjá kaflann um
vinnumarkað.) Með þessu var launastefna ríkisstjórnarinn-
ar frá 7. september hrunin og stjórnarsinnar fóru að tala
um, að „kollsteypa“ hefði orðið í efnahagsmálum. 20.
nóvember var gengið fellt um 12%.
Samkvæmt skoðanakönnunum DV var fylgi
stjórnmálaflokkanna sem hér segir í marz: Alþýðuflokkur
9,4%, Framsóknarflokkur 17,0%, Bandalag jafnaðar-
manna 2,7%, Sjálfstæðisflokkur 51,1%, Alþýðubandalag
14,9% og Samtök um kvennalista 4,9%. Sambærilegar
tölur í október voru þessar: A 6,2%, B 15,8%, C 8,4%, D
40,4%, G 19,9%, V 9,0%. Aðeins eru taldirþeir, sem tóku
afstöðu, en um 40% aðspurðra sögðust ekki hafa skoðun
eða vildu ekki svara. í síðari skoðanakönnuninni fékk nýr
flokkur, sem nefnist Flokkur mannsins, 0,3% atkvæða.
(164)