Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Side 168
Forsœtisráðherrar Norðurlanda á heimili Steingríms
Hermannssonar. F. v.: Sorsa, Palme, Schliiter, Stein-
grímur, Lisbeth Palme, Willoch.
Alþýðubandalagsins í nóvember voru 36 konur kosnar í
miðstjórn, en karlar, sem náðu kjöri, voru 34. Lúðvík
Jósepsson hlaut flest atkvæði í miðstjórnarkjörinu eða 142.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra var við útför
Júrí Andropovs í Moskvu 14. febrúar. Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra var í opinberri heimsókn í Sovétríkj-
unum 24. júní til 1. júlí. — Asbjörn Haugstvedt, viðskipta-
ráðherra Noregs, var á íslandi 18.-21. júní í boði Matthías-
ar Á. Mathiesen viðskiptaráðherra. Poul Schluter, forsætis-
ráðherra Dana, kom í opinbera heimsókn til íslands 30.
júní. Hann dvaldist hérlendis til 4. júlí, skoðaði sig um í
Reykjavík og fór til Húsavíkur. Með honum var Lisbeth
kona hans. Alvaro Barreto, viðskiptaráðherra Portúgals,
kom til íslands í byrjun júlí og ræddi við Matthías Á.
Mathiesen um saltfisksölur og saltfisktoll. Ekki varð mikill
árangur af þessum viðræðum. Jonathan Motzfeldt, formað-
ur grænlenzku landstjórnarinnar, og kona hans komu til
íslands í september. Forsætisráðherrar Norðurlanda áttu
með sér fund í Reykjavík 12.-13. desember. Hingað komu
Olov Palme, Poul Schluter, Kalevi Sorsa og Káre Willoch.
Samstarfsráðherrar Norðurlanda voru hér samtímis, en
þeir eru: Gustav Björkstrand (Fi.), Asbjörn Haugstvedt
(166)