Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Side 173
unnið við styrkingu brimvarnargarðsins. Þá var gert við
skemmdir á grjótgarði norðan Lambhúsasunds. — í Borg-
arnesi var unnið að undirbúningi við að reka niður 60 m
stálþil og keypt efni til þess. - í Bolungarvík var sett
grjótvörn utan á brimbrjótinn. — Á ísafirði var steyptur
landveggur fyrir harðviðarbryggju í Sundahöfn. - Á
Norðurfirði var unnið við 125 m grjótgarð. — Á Hofsósi var
lokið við grjótvörn. Það var óvenjulegt við verkið, að grjót
var tekið úr skriðuhlaupi í Unadal. — Á Dalvík var rekið
niður 94 m stálþil og fyllt að því. — Á Akureyri var unnið
við dælingu úr smábátahöfn við Sandgerðisbót og efnið sett
í uppfyllingu. Einnig var unnið að dælingu við togara-
bryggju og í Krossanesi. — Á Húsavík var dælt efni úr
smábátahöfn og sett í fyllingu utan við Suðurgarð. — Á
Bakkafirði voru um 50.000 rúmmetrar af grjóti keyrðir í
brimvarnargarð, sem er fyrsti áfangi nýrrar hafnar. — í
Þorlákshöfn var gerður 220 m grjótgarður. í Sandgerði var
grafið upp úr skurði, sem sprengdur hafði verið árið áður.
Gengið var frá bráðabirgðakanti og lýsingu. - í Garðabœ
var unnið við dýpkun viðlegudokkar við skipasmíðastöðina
Stálvík.
Sími. Langt er nú komið framkvæmd áætlunar um, að allir
símar í sveitum verði sjálfvirkir. í eftirtöldum hreppum
lauk þessum framkvæmdum á árinu: Rangárvallahreppi í
Rangárvallasýslu, Þingvallahreppi, Grafningshreppi og Sel-
vogshreppi í Árnessýslu, Breiðuvíkurhreppi í Snæfells-
nessýslu, Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu,
Mýrahreppi, Þingeyrarhreppi og Mosvallahreppi í Vestur-
ísafjarðarsýslu, Kaldrananeshreppi, Hrófbergshreppi og
Bæjarhreppi í Strandasýslu, Fellshreppi og Hofshreppi í
Skagafjarðarsýslu, Bárðdælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu,
Svalbarðshreppi og Sauðaneshreppi í Norður-Þingeyjar-
sýslu, Vopnafjarðarhreppi, Fellahreppi og Tunguhreppi í
Norður-Múlasýslu og Breiðdalshreppi í Suður-Múlasýslu.
Útvarp. Unnið var að því koma sendingum á rás 2 til
fleiri notenda. Bætt var við stöðvum á Bæjum á Snæfjalla-
strönd og á Arnarnesi við Skutulsfjörð.
(171)