Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 174
Vegagerð. Víða um land var að venju unnið að vegagerð
og viðhaldi vega. Stærsta verkefnið var áframhald fram-
kvæmda við Djúpveg. Var vegurinn frá Strandavegi að
Þorskafjarðarvegi opnaður umferð. Meðal annarra stórra
verkefna var að ljúka við Útnesveg um Ólafsvíkurenni,
vegarlagning milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, Kára-
staða og Stardals á Þingvallavegi, um Holtavörðuheiði og
milli Grenivíkurvegar og Illugastaðavegar á Norðurlands-
vegi. — Bundið slitlag var lagt á 168 km á árinu, og voru
vegir með slíku slitlagi orðnir um 923 km í árslok. Helztu
framkvæmdir við bundið slitlag voru við Suðurlandsveg
milli Hörgsár og Kirkjubæjarklausturs og milli Skálar og
Meðallandsvegar, Reykjanesbraut frá Vífilsstaðavegi að
Hafnarfjarðarvegi, Norðurlandsveg milli Vatnshorns og
Víðidalsár og frá Sigluvík að Svalbarðseyrarvegi og Austur-
landsveg frá Úlfsstöðum að Gunnlaugsstöðum og Þveit að
Hólmi. Á síðasttalda vegarkaflanum var lögð klæðning á
22,4 km.
Ymsar framkvæmdir
Reykjavík. Lokið var við smíð 556 íbúða á árinu (árið
áður 701). Hafin var smíð 807 íbúða (674), 1.413 íbúðir
voru í smíðum í árslok (1.162 í árslok 1983). — Á árinu var
mest byggt á Grafarvogssvæði, í Ártúnsholti, á Leitum, í
Suður-Selási og efst í Seljahverfi. Þá stóðu enn yfir bygg-
ingaframkvæmdir á Eiðsgranda og í Suðurhlíðum. Lóðaút-
hlutun var einkum í Grafarvogi og Selási, en við Stigahlíð
var í júní seld 21 lóð fyrir einbýlishús.
Hinn 13. júní var fyrsta skóflustunga tekin að félagsheim-
ili KR í Frostaskjóli. Lítið var unnið við Þjóðarbókhlöðuna
á Melunum, en áfram var haldið af fullum krafti við stækk-
un Bændahallarinnar. Hugvísindahús við Sturlugötu
(Oddi) var nálega fullsmíðað í árslok. Svo nefnt móhús á
Bernhöftstorfu var endurbyggt. Unnið var við frágang á
gluggum og dyraumbúnaði við Listasafnsbyggingu við Frí-
kirkjuveg. Seðlabankahúsið var klætt utan með sérstökum
svörtum steinplötum. Unnið var við að timburklæða þak
(172)